• 1. Object
  • 2. Object

-1° - NA 9 m/sek

565 9092

Frábærri golfsýningu lokið

Hvað getum við sagt annað en TAKK KÆRLEGA fyrir komuna um helgina! Mæting fór fram úr björtustu vonum og þvílík golfveisla.

Við ákváðum að taka slaginn og taka þátt í þessu góða verkefni og kynna golfklúbbinn okkar og svæðið allt. Við fengum okkar frábæra hönnuð Örn Smári til liðs við okkur og eins og hans var von og vísa þá vandaði hann til verksins og við vorum sérstaklega ánægðir með þau góðu viðbrögð sem við fengum frá þeim sem heimsóttu okkur í Oddsbásinn sem vakti verðskuldaða athygli.

Við settum upp létta púttáskorun í básnum okkar og vakti það góða lukku meðal sýningargesta og jafnt ungir, aldnir, reyndir, óreyndir og verðandi kylfingar spreyttu sig á þrautinni og töldum við að hátt í 1000 manns hefðu reynt við áskorunina. Þegar sýningunni lauk höfðu 90 nöfn verið skráð í pottinn. Við lofuðum að draga þrjá vinningshafa úr pottinum og það var klárað í votta viðurvist. Við munum hafa samband við vinningshafa en nöfn þeirra eru hér fyrir neðan. Við þökkum öllum þeim sem heimsóttu okkur fyrir komuna og vonandi verður sýningin stærri á næsta ári.

3. verðlaun
Gjafabréf á Urriðavöll fyrir einn, ásamt boltakorti á æfingasvæðið okkar.
Hafdís Hafsteinsdóttir

2. verðlaun
Gjafabréf á Urriðavöll fyrir tvo, ásamt boltakorti á æfingasvæðið okkar.
Úlfar Jónsson

1.verðlaun
Gjafabréf á Urriðavöll fyrir fjóra, ásamt boltakorti á æfingasvæðið okkar. Jóhannes Oddur Bjarnason

< Fleiri fréttir