• 1. Object
  • 2. Object

11° - A 4 m/sek

565 9092

Frambjóðendur til stjórnar GO 2018

Skv. lögum klúbbsins skal kjörnefnd auglýsa eftir framboðum til stjórnar sem skila þarf inn á skrifstofu Golfklúbbsins Odds eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.  Kjörnefnd auglýsti eftir framboðum þann 13.11.2018 og rann framboðsfrestur út þann 20. nóvember. Kjörnefnd bárust engin ný framboð en framboð sitjandi stjórnarmanna bárust nefndinni og því taldi nefndin að jafnmörg framboð hefðu borist og þau embætti sem í boði voru fyrir lok framboðsfrests. Hér fyrir neðan er hægt að kynna sér frambjóðendur til stjórnar GO tímabilið 2018-2019. 

Við hvetjum félagsmenn til að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður í golfskálanum þriðjudagskvöldið 4. desember kl. 20:00. 

Eftirtaldir eru því í kjöri á aðalfundinum;

Til formanns: Elín Hrönn Ólafsdóttir , 47 ára hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri og starfar sem markaðstjóri hjá Vistor. Hún hefur verið formaður okkar í tvö ár.

 


Til stjórnar til tveggja ára:
Berglind Rut Hilmarsdóttir, 45 ára lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Kom inn í stjórn 2018 til eins árs skv. tímabundinni lagabreytingu.


Til stjórnar til tveggja ára:
Halla Hallgrímsdóttir  er 50 ára viðskiptafræðingur og MBA og starfar sem hótelstjóri ION á Nesjavöllum.


Til varastjórnar í eitt ár:
Auðunn Örn Gylfason, 27 ára nemi í íþróttafræðum við HR og knattspyrnuþjálfari.  

Í stjórn sitja áfram til eins árs:

Einar Geir Jónsson, 44 ára viðskiptafræðingur,  starfar sem forstöðumaður hjá Íslandspósti og hefur verið í stjórn GO frá 2013. Einar var kosinn í stjórn 2017 til tveggja ára.   

Kári Sölmundarsson, 48 ára, lærður stýrimaður og starfar sem framkvæmdastjóri í sjávarútvegi. Kári var kosinn í stjórn 2017 til tveggja ára.   

 

< Fleiri fréttir