• 1. Object
  • 2. Object

13° - 1 m/sek

565 9092

Fréttir af púttmótum GO

Það er líf og fjör á púttvellinum í golfskálanum á Urriðavelli og mánudags-púttmótaröð GO og púttmótaröð kvennanefndar í gangi og því ættu allir að finna sér tíma til að viðra pútterinn.

Fyrsta mótið í mánudagsmótaröðinni fór fram 21. janúar og þar mættu um 20 manns og vonumst við eftir því að eitthvað fjölgi á næstu mótum, en eftir eru fimm mót og telja þrjú bestu mótin og því ennþá hægt að næla sér í nafnbótina púttmeistari GO ásamt því að keppa um önnur verðlaun eða bara vera með upp á félagsandann.

Það leit dagsins ljós frábært skor í einstaklingskeppninni og það þarf greinilega að hafa sig allan við til að missa þá keppendur ekki langt frá sér. Nokkur lið skráðu sig einnig til leiks og ljóst að þar verður einnig jöfn og spennandi keppni. Í einstaklingskeppni kvenna kom Sigríður Björnsdóttir sterkust inn og lék völlinn á 15 höggum sem er frábært skor, Viggó Sigurðsson lék best hjá körlum á 17 höggum og í liðakeppni var keppni jöfn og efstu lið á 37, 38 og 39 höggum. Næsta mót er mánudaginn 28. janúar og svo alla mánudaga í febrúar. 

Kvennanefnd GO stendur einnig fyrir púttmótum fyrir konur á laugardögum frá 9:30 – 11:30 og þar hafa um 30 konur mætt að meðaltali á þau mót sem búin eru en þar eru mótin 8 alls og telja fjögur bestu mótin. Það er greinilegt að konurnar eru búnar að ná góðum tökum á vellinum því almennt er skorið þar um 17 – 19 högg og keppni því jöfn og spennandi. 

< Fleiri fréttir