• 1. Object
  • 2. Object

-4.4° - A 1 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fréttir af vorfundi og fleiru

Vorfundur Golklúbbsins Odds var haldinn síðastliðinn laugardag.  Létt var yfir fundarmönum enda veður með besta móti og nú hyllir undir opnun vallarins.  Á fundinum fór formaðurinn okkar, Elín Hrönn Ólafsdóttir, yfir það helsta sem framundan er í starfinu á þessu 25. afmælisári golfklúbbsins.  Einnig fór framkvæmdastjóri yfir helstu verkefni og framkvæmdir sem eru í gangi.  Á fundinum kom fram að stefnt sé að opnun 7.-10 maí.  Það er þó allt bundið við það að veður og hiti sé á eðlilegu róli fram að opnun.  Veturinn var okkur ekkert sérstaklega hagstæður, miklir og langvinnir frostakaflar og lítill snjór til að verja völlinn.  Enn er frost í brautum og í kringum flatir en flatirnar sjálfar eru frostfríar.  Síðustu tíu dagar hafa þó verið okkur hagstæðir og völlurinn grænkar með hverjum deginum. 

Eftir fundinn var áætluð síðasta ganga gönguhóps golflklúbbsins.  Breyttist gangan í göngu“plokk“ og dreifðu göngumenn sér um völlinn og nágrenni.  Voru gengið nánast um allan völl og rusl tínt upp.  Einnig var gengið meðfram heimreiðinni og meðfram Flóttamannaveg við 14 braut þar sem mesta ruslið fannst.  Var það almennt um það talað að lítið rusl hafi fundist á golfvallarsvæðinu sjálfu og er það góður vitnisburður um umgengni félagsmanna almennt.

Eftir hádegi var einnig áætlað að hreinsa beð í kringum skálann en það verður að segjast að þátttaka var dræm, í raun mættu einungis ein heiðurshjón til vinnu. Tóku þau til hendinni í beðinu við göngustíginn að 10unda teig og eiga þau þakkir skildar. Það er alveg ljóst að fyrirkomulag á hreinsunardeginum þarf að breytast til að ná fram betri þátttöku og árangri.

Eins og margir félagsmenn hafa orðið varir við er verið að taka æfingasvæðið okkar í gegn og reisa lágreista girðingu meðfram svæðinu vestanmegin til að taka við boltum sem eru á leiðinni í runnana.  Til að hreinsa runnana af æfingaboltum fengum við vaska krakka úr sunddeild Stjörnunnar ásamt foreldrum.  Er skemmst frá því að segja að krakkarnir tíndu upp um 6500 bolta úr þessum runnum og fyrir utan svæðið.  Við vissum að boltarnir voru margir en að þeir skylda ná þessari tölu var eitthvað sem okkur óraði ekki fyrir.  Þess má einnig geta að starfsmenn höfðu áður tínt töluvert af boltum þannig að magnið sem fer út af svæðinu er alltof mikið.  Minnum við á að við höfum ágætis PGA kennara sem ættu að geta tekið úr mönnum „húkkið“ og „slæsið“

< Fleiri fréttir