• 1. Object
  • 2. Object

8° - NNV 3.1 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fréttir af vorfundi

Vorfundur Golfklúbbsins Odds fór fram síðastliðinn laugardag. Afar góð mæting var á fundinn en yfir 100 manns mættu og troðfylltu golfskálann á Urriðavelli. Elín Hrönn Ólafsdóttir, formaður GO stýrði fundinum og Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála ásamt Elínu og var farið yfir fjölmörg mál.

Byrjað var á umfjöllun um vinavelli 2017 og þar tilkynnt um fjölgun þeirra í ellefu þetta árið. Golfklúbburinn leitaði á nýjar slóðir og samdi við Golfklúbb Akureyrar (GA) og Golfklúbb Vestmannaeyja (GV) ásamt því að leita í fyrsta sinn utan landssteina og semja við golfklúbb í Skotlandi. Völlurinn í Skotlandi heitir Craigielaw Golf Club og til að nýta sér spil þar þarf félagsmaður að óska eftir því að skrifstofa GO sendi frá sér bréf og tilkynni um komu félagsmanns áður en leikið er, vakti þetta lukku hjá félagsmönnum og vonandi að einhverjir sjái sér fært að nýta það í sumar. 

Farið var yfir stöðu Urriðavallar en vonast er til að opna völlinn í vikunni 7 – 13. maí. Það veltur þó talsvert á veðri næstu daga og vikur.

Þorvaldur fór yfir stöðu mála í framkvæmdum en það sem stendur uppi í þeim málum er bygging vélageymslu sem hafin er og standa vonir til að ljúka þeirri byggingu á árinu. 

Þorvaldur fór yfir þá vinnu sem unnin hefur verið af hendi Styrktar og Líknarsjóðs varðandi deiliskipulag í landi Oddfellowa þar sem m.a. er gert ráð fyrir stækkun golfvallar, Kom fram í máli Þorvaldar að hægt væri að segja að stækkun vallar gæti haft jákvæð áhrif á umhverfi hraunsins sem nú er þakið gróðri og sjálfsprottinni furu sem m.a. annars væri hægt að halda í skefjum ásamt því að hægt væri að stjórna útbreiðslu annars gróðurs t.a.m. lúpínu á svæðinu. Golfklúbburinn Oddur er að vinna að umhverfisvottun á svæðinu og er áætlað að ljúka því verkefni síðla sumars með úttekt á vegum GEO.  

Farið var yfir félagsstarfið sem er framundan í sumar og mótastarfið ásamt því að spurningum félagsmanna var svarað undir liðnum önnur mál í lok fundar. 

 

< Fleiri fréttir