• 1. Object
  • 2. Object

9.8° - NNV 6.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

GO konur sigruðu Gk konur í vinkvennamóti klúbbanna.

Það var hörkuspennandi keppni milli GO og GK kvenna í tveggja daga vinkvennamóti sem fram fór á Hvaleyrarvelli og Urriðavelli dagana 10. og 11. júní. Leikfyrirkomulagið er punktakeppni þar sem 10 bestu skor á hvorum velli hjá liðunum telja til stiga og Oddskonur unnu bikarinn þriðja árið í röð!

Oddskonur sýndu frábæra spilamennsku og keppnisskap. Um fimmtíu konur áttu virkilega skemmtilega stund á lokahófinu okkar þar sem við snæddum frábæran mat frá veitingamönnunum okkar. Að lokinni verðlaunaafhendingu var dregið úr skorkortum svo það voru margar kátar konur í kvöld. Oddskonur sem ekki voru á staðnum til að veita verðlaunum sínum viðtöku geta vitjað þeirra í afgreiðslunni á Urriðavelli. Kvennanefndin þakkar ykkur öllum kæru konur, veitingamönnunum og starfsfólki vallanna fyrir ykkar framlag til að gera þessa daga svona dásamlega.

Vinningshöfum óskum við innlega til hamingju með árangurinn.

Úrslit mótsins voru:
Punktakeppni milli GO og GK (10 efstu konur í hvorum klúbb telja hvorn dag)
Oddskonur 711 punktar
Keiliskonur 708 punktar
Lægsta skor samanlagt báða dagana
Margrét Berg Theodórsdóttir GK 154 högg (71+83)Margrét var með 77 punkta en einungis er hægt að vinna í öðrum flokknum.
Puntakeppni1. sæti Auður Svanhvít Sigurðardóttir GO 75 punktar (34+41)
2. sæti Giovanna Steinvör Cuda GO 75 punktar (40+35)
3. sæti Helga Björg Steinþórsdóttir GO 75 punktar (42+33)

Nándarverðlaun
Hvaleyrarvöllur 4. braut – Guðrún Erna Guðmundsdóttir GO 1,40 metrar
Hvaleyrarvöllur 6. braut – Aldís Björg Arnardóttir GO 2,24 metrar
Hvaleyrarvöllur 10. braut – Hulda Guðjónsdóttir GK 1,01 metrar
Hvaleyrarvöllur 15. braut – Ágústa Arna Grétarsdóttir GO 4,22 metrar
Urriðavöllur 4. braut – Ólöf Ásta Farestveit GK 98 cm
Urriðavöllur 8. braut – Þórunn Úlfarsdóttir GK 3,22 metrar
Urriðavöllur 13. braut – Edda Arnbjörndóttir GK 1,70 metrar
Urriðavöllur 15. braut – Thelma Björk Árnadóttir GK 1,82 metrar
Lengsta teighögg
Hvaleyrarvöllur 9. braut – Þórdís Geirsdóttir GK
Urriðavöllur 9. braut – Giovanna Steinvör Cuda GO

< Fleiri fréttir