7.1° - NA 6 m/s

585 0050

Book Tee Times

Golfferð til Buena Vista Golf, Tenerife í febrúar 2026

Hrafnhildur Guðjónsdóttir, PGA kennari og íþróttastjóri GO verður fararstjóri fyrir GB ferðir í spennandi ferð til Tenerife í febrúar 2026. 

 

Smellið hér til að bóka

 

 

 

Hótelið og svæðið

Buena Vista Golf – Hacienda del Conde, Meliá Collection er glæsilegt 5 stjörnu hótel á norðvesturhluta Tenerife við rætur hinna fögru Teno fjalla. Tilfinningin þegar þú kemur á hótelið er eins og að koma í þorp í gamalli James Bond mynd.  Allt ákaflega fallegt, friðsælt og vandað. Hótelið er svítuhótel. Svíturnar eru rúmgóðar (40m2) loftkældar, vel búnar öllum þægindum og m.a. fataherbergi. Í boði er hlaðborð og „à la carte“ veitingastað hótelsins. Í sundlaugagarðinum eru 2 sundlaugar. Heilsurækt hótelsins er stór ”YHIspa” 2500 m2 sem býður upp á ýmis konar heilsumeðferðir, gufuböð og æfingaaðstöðu.

Golfvöllurinn

Golfvöllurinn er margverðlaunaður 18 holu golfvöllur sem hannaður er af Seve Ballesteros. Völlurinn er í stórkostlegu landslagi við sjóinn og ávallt með fallegri fjallasýn.  Völlurinn er par 72 og 6.160 metrar af öftustu teigum.  Allar holurnar eru einstakar og vel hannaðar.  Lokaholurnar á vellinum eru stórkostlegar liggja margar meðfram sjónum (10, 13, 15, 16, 17).  18 holan er frábær par 5 hola.  Flatir vallarins eru þrælgóðar, stórar og með miklu landslagi.  Draumavöllur að okkar mati. Klúbbhúsið er stórt og þægilegt.  Veitingasvæðinu er skipt í innisvæði og útisvæði.  Maturinn er virkilega góður.

 

Innifalið

  • Flug með Icelandair til TFS (flutningur á golfsetti, 23 kg innrituð taska, handfarangur (10 kg) og einn hlutur til persónulegra nota
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Gisting í 7 nætur í junior svítu með glæsilegu morgunverðarhlaðborði, kvöldverðarhlaðborði,
  • Ótakmarkað golf á frábærum velli Buena Vista
  • Golfbíll fyrir 7 hringi innifalinn í verðinu.
  • Eitt skipti á að YHI SPA Thermal Circuit.
  • Fararstjórn undir handleiðslu Hrafnhildar Guðjónsdóttur PGA kennara.

 

Flugáætlun:

FI 580 06FEB KEFTFS 1000 1525
FI 581 13FEB TFSKEF 1625 2155

  • Brottför frá Keflavík kl. 10:00 lending á Tenerife kl. 15:25
  • Brottför frá Tenerife kl. 16:25 lending í Keflavík kl. 21:55

Fararstjórn

Hrafnhildur Guðjónsdóttir

< Fleiri fréttir