• 1. Object
  • 2. Object

6° - SA 11 m/sek

565 9092

GOLFLEIKJANÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN 2019

Skráning hefst 10. apríl

Golfkennsla á golfleikjanámskeiðum GO er í höndum PGA kennaranna Phill Hunters og Rögnvaldar Magnússonar.

Hér eru dagsetningar fyrir námskeiðin í sumar.

  1. námskeið: 11.-14. júní (4 dagar)
  2. námskeið: 18.-21. júní (4 dagar)
  3. námskeið: 24.-28. júní (5 dagar)
  4. námskeið: 1. – 5. júlí (5 dagar)
  5. námskeið: 15. – 19. Júlí (5 dagar)
  6. námskeið: 22. – 26. Júlí (5 dagar)

Öll börn sem skráð eru á námskeið hjá Oddi fá félagsaðild að Golfklúbbnum Oddi svokallaða ljúflingsaðild og geta haldið áfram að spila allt sumarið á okkar frábæra æfingavelli Ljúflingi. 

*Veittur er 20% systkinaafsláttur

Börn sem koma á fleiri en eitt námskeið greiða lægsta gjald fyrir hvert námskeið umfram það fyrsta. 

Námskeiðstími er 9 – 12 á öllum námskeiðum.

Á námskeiðinu er börnunum kennd grunnatriði golfíþróttarinnar. Kennslan er uppsett með æfingum og leikjum með það að markmiði að skapa ánægjulega upplifun fyrir börnin.

Golfkennsla er í höndum PGA kennaranna Phill Hunters og Rögnvaldar Magnússonar ásamt því að með þeim starfa aðstoðarmenn.

Skráning opnar 10. apríl.

Hægt er að senda fyrirspurn á oddur@oddur.is varðandi námskeiðin. 

< Fleiri fréttir