• 1. Object
  • 2. Object

12° - ANA 4 m/sek

565 9092

Gönguhópur GO byrjar sitt göngustarf

Það skapaðist sú skemmtilega hefð á síðasta ári að fara í skipulagðar göngur um vallarsvæðið okkar og næsta nágrenni. Stofnaður var sérstakur gönguklúbbur sem hittist reglulega á laugardögum og gengið var af stað stundvíslega klukkan 11:00. Við ætlum að sjálfsögðu að endurtaka þetta núna í vetur og fyrsta ganga er laugardaginn 12. janúar. Við hvetjum félagsmenn til þess að taka þátt, taka með sér gesti og njóta dagsins með góðum félögum. Boðið er svo alltaf upp á kaffi og létt meðlæti að göngu lokinni.  

< Fleiri fréttir