• 1. Object
  • 2. Object

0° - N 0 m/s

585 0050

Book Tee Times

Hæ Hó úrslit í 17. júní mótinu er opinber

Það var aldeilis dásemdardagur á Urriðavelli í dag þegar 112 keppendur örkuðu út á völl til að etja kappi í “árlegu” greensome móti okkar sem venja hefur skapast að halda á 17. júní ef það lendur ekki í covid eða afmælisári sem svona almennt er frekar líklegt að sé ekki staðan.

Mótið gekk hratt og vel að venju og leiktími rétt um 4 klst og ljóst að við getum bætt aðeins í hópinn á næsta ári svo fleiri komust að en biðlisti var í mótið.

Að úrslitum mótsins svo við séum ekki að toga þetta og teygja enda allir á leið í 300 manna partý.

  1. sæti Ragnar Gíslason og Valgerður Torfadóttir 62 höggum (-9)
  2. sæti Bergþór Njáll Kárason og Guðríður Jónsdóttir á 63 höggum (-8)
  3. sæti Dagbjartur Björnsson og Þorgeir Valdimarsson á 66 höggum (-5)

    Lengsta teighögg kvenna Hrafnhildur Guðjónsdóttir
    Lengsta teighögg karla Bragi Magnússon
    næst holu á 4. braut Ragnar Gíslason 2,72
    næst holu á 8. braut Ágústa Kristjánsdóttir 1,31
    næst holu á 13. braut Svava Björg Harðardóttir 82 cm
    næst holu á 15. braut Guðmundur Gunnlaugsson 1,66

Við dróum svo helling af vinningum út úr skorkortum og náðum næstum því að veita öllum verðlaun. Við þökkum styrktaraðilium mótsins Myndform, Nóa Siríus og golfklúbbnum Oddi kærlega fyrir að gefa okkur vinninga í mótið. Færum starfsfólki hússins kærar þakkir fyrir þeirra framlag og sjáumst hress í sama móti að ári.

Hér fylgja nokkrar myndir frá deginum, smellið hér á Myndasíða GO og þá ættuð þið að detta inn á myndasíðu GO á smugmug og jafnvel hægt að skrolla einhver ár aftur í tímann og sjá myndir héðan og þaðan.

< Fleiri fréttir