• 1. Object
  • 2. Object

9.8° - NNV 6.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Helgarfréttir af púttmóti og göngu gönguhópsins

Það var heldur betur ævintýri að heimsækja Urriðavöll síðastaliðinn laugardag. Mikil hálka var á svæðinu og brekkan að klúbbhúsinu reyndist nokkuð strembin fyrir marga bíla en upp komust þó flestir. Í púttmót kvennanefndar mættu 21 keppandi,  fimm efstu konurnar í þriðju umferð voru – Kristín Erna Guðmundsdóttir 14 högg, Rósa Sigtryggsdóttir 16 högg, Margrét Árnadóttir 16 högg, Pálína Hauksdóttir 17 högg, Signý Halla Helgadóttir 17 högg. Skorið hennar Kristínar Ernu er stórkostlegt á 13 holu velli og erfitt að jafna slíkt. Við íbúar golfskálans, Þorvaldur og Svavar ákváðum að reyna við völlinn og komust nokkuð sáttir í gegnum völlinn á 19 höggum, greinilegt að við þurfum eitthvað að taka okkur í gegn. 

Það var svo hugrakkur og vel mannaður gönguhópur sem arkaði af stað við erfiðar aðstæður hér í kringum Urriðavöll. Fjórtán nokkuð vel búnir göngugarpar mættu og örkuðu góðan hring, það heyrðist svo eftirá að þeir fáu sem ekki voru með brodda hafi sést í næstu göngubúð að máta öryggisbúnað og víst að þeir koma betur skóaðir “broddaðir”  í næstu göngu ef aðstæður verða svipaðar. Það verður svo að sjálfsögðu gengið og púttað aftur næsta laugardag. 

< Fleiri fréttir