• 1. Object
  • 2. Object

1.9° - NV 3.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Hvað ætlum við að hafa á dagskránni í vetur ?

Það er mikill vilji innan golfklúbbsins að koma á góðu vetrarstarfi og hefur félagsnefnd GO verið að vinna að dagskrá vetrarins og stefnt er að því að birta hana endanlega í nóvember en til að koma því að félagsmönnum sem verið er að vinna að er tímabært að gefa það upp gróflega svo hægt sé að sjá hvort þetta sé ekki eitthvað sem við fáum ykkur til að taka þátt í.

 

 

  • Nóvember – áætlað að hafa vínkynningu/vínsmökkun, tímasetning er áætluð föstudaginn 24. nóvember  (auglýst síðar)
  • DesemberJólahlaðborð eða skötuveisla, við viljum endilega koma á góðri hefð og hitta okkar félagsmenn svona rétt fyrir hátíðarnar, við stefnum á Skötuveislu þetta árið og dagsetning verður auglýst síðar.
  • Janúar – MarsGönguhópur, við stefnum að því að koma á gönguhóp sem nýtir okkar fallega umhverfi og næsta nágrenni til þess að ganga saman, stefnum að því að ganga alla laugardaga ef vel tekst til, tímasetning og endanlegt skipulag auglýst síðar. Við hvetjum þá félagsmenn sem mikinn áhuga hafa á gönguferðum um svæðið til að vera í sambandi, hugmyndin er að fá góða félagsmenn til að taka að sér einn göngudag og hægt að senda póst á svavar@oddur.is til að láta vita ef þú félagsmaður góður ert til í að leiða hópinn einn dag í vetur. Gott er að taka það fram að engar kröfur um sérstaka þekkingu á svæðinu eru gerðar, við erum aðallega að leita eftir fólki sem til er að mæta og um leið og einhver annar mætir með erum við komin með hóp.
  • Janúar – Mars   Jóga, heitt Jóga eða kalt eða bland af því besta, við erum að skoða hvað er í boði, kannski náum við að koma þessu hingað í golfskálann okkar sem væri frábært.
  • Janúar – Mars  – Púttvöllur settur upp í golfskála – Við erum nokkuð spennt fyrir þeirri hugmynd að setja upp okkar púttvöll í golfskálanum okkar og ef það gengur með annari starfsemi þar stefnum við að því að láta það verða að veruleika. Þarna skapast þá tækifæri á því að koma á skipulegri dagskrá í skálanum, púttmót kvennanefndar gæti komið þar inn, einnig önnur púttmót, aðstaðan yrði þá aðgengileg okkar félagsmönnum á ákveðnum tímum virka daga og um helgar. Félagsmenn yrði þá mögulega duglegri að nota okkar æfingasvæði samhliða koma í golfskála ef veður leyfir og þarna ættum við að geta skapað góða félagsstemmingu. Golfkennarar okkar munu eflaust fagna því ef þetta gengur og eflaust koma á námskeiðum fyrir okkar félagsmenn. 

Við vonandi náum að koma einhverju af þessu í gott ferli og vonandi öllu. Ef þú félagsmaður góður hefur einhverjar hugmyndir fram að færa þá endilega sendu þær á svavar@oddur.is og við komum því í rétta átt og vonandi í framkvæmd.

< Fleiri fréttir