• 1. Object
  • 2. Object

0° - N 0 m/s

585 0050

Book Tee Times

Ingi Þór Hermannsson fyrrum formaður GO heiðraður á íþróttahátíð Garðabæjar

Á íþróttahátíð Garðabæjar sem fram fór sunnudaginn 10. janúar 2021 voru veittar viðurkenningar til einstaklinga fyrir framlag til félagsmála í Garðabæ og þar var Inga Þór Hermannssyni fyrrum formanni GO veitt viðurkenning fyrir störf sín fyrir Golfklúbbinn Odd eins og fram kom á heimasíðu Garðabæjar. Björg Fenger formaður Íþrótta og tómstundaráðs Garðabæjar veitti viðurkenningar ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra en hátíðin var send út í vefútsendingu vegna fjöldatakmarkana. Hægt er að skoða upptöku frá útsendingunni hér,

Ingi Þór Hermannsson var formaður Golfklúbbsins Odds frá árinu 2009 til ársins 2016 eða í alls 7 starfsár af þeim 27 sem Golfklúbburinn Oddur hefur starfað og lengur en nokkur annar formaður til þessa. Ingi Þór leiddi miklar umbreytingar í klúbbnum í formannstíð sinni þar sem áherslan var lögð á að bæta rekstur klúbbsins og breyta ímynd og ásýnd hans.  Er ekki annað hægt að segja en að honum hafi tekist frábærlega upp.  Í formannstíð Inga var lagður grunnur að þeirri framtíðarsýn sem unnið hefur verið eftir síðan. Sá þáttur í starfi klúbbsins sem félagsmenn í GO  standa í mestri þakkarskuld við er efling félagsandans og áherslan á Golfklúbbinn Odd sem íþróttafélag. Þessi öflugi félagsandi endurspeglaðist á lokaári Inga Þórs sem formanns þegar hann leiddi móttöku á um 200 erlendum keppendum og fylgdarfólki á Evrópumóti kvennalandsliða.  Ingi Þór var sæmdur Gullmerki GO árið 2018 þó hann sé hvergi nærri hættur að vinna fyrir klúbbinn og er ávallt boðinn og búinn að aðstoða þegar á þarf að halda.

Ingi Þór Hermannsson með viðurkenningarskjöld sinn.
Útsending hefst á slaginu 27:07 í myndbandinu og Ingi fær sína viðurkenningu afhenda á 44 mínútu.
< Fleiri fréttir