• 1. Object
  • 2. Object

1° - SA 2.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Innanfélagsmót – Betriboltaafbrigði – FRESTAÐ


Við ákváðum að fresta mótinu um óákveðin tíma – ný dagsetning verður auglýst síðar.

Við ætlum að prófa nýtt fyrirkomulag á liðakeppni næstkomandi sunnudag 11. ágúst á opnu innanfélagsmóti þar sem við hvetjum sérstaklega þau lið sem eru í powerademótaröðinni okkar til að taka þátt en einnig er þetta tækifæri fyrir aðra hópa að mynda lið og taka þátt.

Ræst verður út af öllum teigum klukkan 14:00

Leikfyrirkomulagið:
Mótið er opið öllum félagsmönnum en uppleggið í mótinu er liðakeppni og
til að mynda lið þarf lágmark 2 leikmenn en að hámarki 6. Keppendur í sama liði mega ekki vera í saman í holli.  Leikin er betri bolti. Keppendur tilkynna lið sitt, skrá sig á rástíma í mótinu, mótsstjórn raðar á rástíma ef hún telur þörf á. Keppendur eru að leika punktakeppni og telur besta punktaskor liðsmanns á holu fyrir liðið, keppendur eru í óvissu með stöðu mála í mótinu þar sem enginn liðsfélagi leikur með honum og það gerir mótið skemmtilegt.
Ef lið er fullmannað (6 leikmenn) þá hefur liðið meiri möguleika að ná góðu skori. Við skráningu skorkorta þá mun kerfið velja besta (flesta punkta) hjá liðsmanni á hverri holu fyrir sig og þannig verður til eitt skorkort fyrir liðið með fullt af punktum. (Það er ósk mótstjórnar að keppendur haldi skori sínu leyndu fyrir liðsfélögum sínum).
———————————————————————————————-


Nándarmæling er á: 4. 8. 13. og 15. braut. Næst holu (eða í holu) Ef tveir eða fleiri keppendur fá sömu mælingu er varpað hlutkesti hver hlýtur verðlaun. Að varpa hlutkesti telst vera peningi kastað upp eða dregið úr spilum. Hola í höggi, telst næst holu. Ekki þarf að vera á flöt til að fá mælingu.——————————————————————————————-

Leikhraði:

Hámarkstími til að ljúka leik er 4 klst. og 20 mínútur. 
Farið er eftir reglu 5-6 um óþarfa tafir.
Víti fyrir brot reglu er:  Fyrsta brot-eitt högg; annað brot – tvö högg; 
þriðja brot – frávísun (regla 5-6). 
Ráshópur skal halda í við næsta ráshóp á undan.
——————————————————————————————-

Kerrur og golfbílar:

1: Það er bannað að fara með golfkerrur upp á teiga. 
2: Það er bannað að fara með golfkerrur á milli flatar og glompu. 
3: Það er bannað að fara á golfbílum upp á teiga. 
4: Það er bannað að fara á golfbílum nær en 20 metra frá flötum. 
5: Á par 3 brautum er aðeins leyfilegt að aka á stígum. 
——————————————————————————————-
Frágangur skorkorta: 

Skrifið skorið skýrt og greinilega og vinsamlegast skilið kortum inn eins fljótt og auðið er.  Við notumst við litla mótsstjórann til að skrá inn skor þannig að litli mótstjórinn heldur utan um skor liða.
_____________________________________________________________

Farsímanotkun er bönnuð nema til fjarlægðarmælinga og til að hringja í dómara.
——————————————————————————————-

Þetta mót telur ekki til stiga í mótaröðinni en er með fullt af góðum verðlaunum og verða úrslit úr þessu móti tilkynnt í lokahófi Powerademótaraðarinnar þann 31. ágúst.

Sími dómara: 899-8376 – 892-2888 – 821-5401 – Sími í skála: 565-9092(Ef ekki næst í dómara skal leika tveimur boltum og fá útskurð áður en skorkorti er skilað inn).


Víti fyrir að brjóta staðar og keppnisreglur: Almennt víti.

Þetta mót er ekki til stiga í mótaröðinni heldur prufa fyrir næsta ár hvort henta þykir.

Mótsstjórn.

< Fleiri fréttir