• 1. Object
  • 2. Object

5.6° - SSA 1.6 m/s

585 0050

Book Tee Times

Íslandsmót golfklúbba

Íslandsmót Golfklúbba í 1. deild karla og kvenna verður leikið á Urriðavelli og Leirdalsvelli dagana 23. júlí – 25. júlí. Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar halda mótið sameiginlega í ár líkt og í fyrra og hingað munu því margir af bestu kylfingum landsins mæta og öruggt að þetta verður hin besta skemmtun. 

Golfklúbburinn Oddur á glæsilega fulltrúa í mótinu en kvennasveit GO leikur í 1. deild líkt og undanfarin ár og þar hafa þær staðið sig vel í gegnum tíðina og hvetjum við okkar félagsmenn til að styðja okkur konur og mæta á svæðið og um leið gefst tækifæri á að fylgjast með öðrum frábærum fulltrúum golfíþróttarinnar. 

Eins og gefur að skilja verður Urriðavöllur því lokaður á meðan á mótinu stendur og öll umferð á undan fyrstu rástímum á mótsdögum er með öllu óheimil en við skoðum hvort aðstæður leyfa okkur að opna völlinn um og eftir klukkan 20:00 á fimmtudags og föstudagskvöld og mun þá boltarenna ráða rástímaröð. 

Þar sem mótið er á vegum GSÍ vill mótsstjórn minna félagsmenn GO á að á meðan á mótinu stendur fá þeir að spila alla velli innan vébanda GSÍ á 50 % afslætti og einnig er ástæða til þess að minna á okkar vinavelli. Brautarholt er t.d. nýr vinavöllur GO. 


< Fleiri fréttir