• 1. Object
  • 2. Object

6° - SA 9 m/sek

565 9092

Kynning á golfhermum í Holtagörðum – laugardaginn 27. október milli 11:00 – 14:00

Golfklúbburinn Holtagörðum býður félögum GO á kynningardag næstkomandi laugardag 27. október þar sem hægt verður að kynna sér þá frábæru inniaðstöðu sem í boði er hjá þeim.

Við byrjum á opnum kynningardegi laugardaginn 27. október milli 11 – 14 þar sem Viggó hjá Golfklúbbnum Holtagörðum mun kynna okkur hermana ásamt því að fulltrúi GO verður einnig á staðnum til aðstoðar. Kylfingar þurfa ekki að koma með sínar græjur, hægt verður að fá lánaðar kylfur til að prófa. Kylfingar eru einnig velkomnir með sitt golfsett eða uppáhalds kylfuna. Þeim sem koma á kynningardaginn stendur svo til boða að nýta sér 50% AFSLÁTT af verði í golfhermana sem gildir út nóvember mánuð (miðað er við notkun í 2 klst og fullt verð er kr. 6.000 pr. klst).
Við stefnum svo að því að sjá hvernig stemmingin er fyrir t.d. mótahaldi þarna í vetur eða að innleiða félagsstarf á einhvern hátt þarna inn og því er mikilvægt að félagsmenn mæti og taki þátt í að móta stemmingu vetrarins. 

Fyrir þá sem ekki komast á kynningardaginn mun félagsmönnum GO standa til boða að nýta sér 50 % afslátt dagana 28. október – 3. nóvember (fullt verð kr. 6.000 pr. klst.). Öllum er velkomið að mæta í Holtagarðana og hann Viggó tekur vel á móti okkar fólki og leiðbeinir og kennir á græjurnar alla vikuna. Hafið í huga að mögulega gætu hermarnir verið uppteknir á ákveðnum tímum og því alltaf í boði að bóka sig til að vera örugg með tíma. 

Golfklúbburinn Holtagörðum býður upp á frábæra aðstöðu með fimm golfhermum af bestu gerð, góðum veitingastað ásamt sportbar þar sem hægt er að fylgjast með því helsta sem er að gerast íþróttaheiminum þannig að það ætti að vera auðvelt að gera sér góðan dag í górða vina hóp.

Við hvetjum okkar félagsmenn til að nýta sér þennan kynningardag og afslátt í kjölfarið í þá frábæru aðstöðu sem Golfklúbburinn Holtagörðum býður upp á. Hægt er að kíkja við eða bóka tíma í síma 820 9111 (Viggó) eða í gegnum netfangið golf@golfklubburinn.is 

Hér er vefslóð á myndir af staðnum  Myndir af staðnum

Hér er vefslóð á verðskrá Almenn verðskrá golfherma í Holtagörðum

< Fleiri fréttir