• 1. Object
  • 2. Object

12° - V 1 m/sek

565 9092

Opnunardagur Urriðvallar

Mikil var gleðin á Urriðavelli í dag þegar glæsilegur iðagrænn golfvöllur tók á móti lífsglöðum og skemmtilegum kylfingum sem beðið höfðu eftir þessum degi í marga mánuði. Veðrið var með besta móti, blés þó köldu og sólin skein á köflum þannig að kylfingar sáust leika völlinn á bol og stuttbuxum þó það hafi nú ekki verið samsetningin hjá neinum einum leikmanni á þann hátt þennan daginn.
Stemmingin í skálanum var svo með besta móti og nýir veitingaaðilar slógu holu í höggi á fyrsta degi ef mark er takandi á þeim viðbrögðum sem gestir dagsins létu í ljós. Frábær byjun á flottu golfsumri.

Við minnum á að skráning er opin í fyrsta mót sumarsins, opnunarmót GO sem haldið verður sunnudaginn 12. maí.

Við náðum nokkrum myndum af kylfingum dagsins sem fylgja hér.

< Fleiri fréttir