• 1. Object
  • 2. Object

5.6° - SSA 1.6 m/s

585 0050

Book Tee Times

Skráning í Powerade-mótaröðina hefst í dag

Hin vinsæla Powerade-innanfélagsmótaröð GO hefur göngu sína þann 26. maí næstkomandi. Allir kylfingar í GO með skráða forgjöf hafa keppnisrétt og er um liðakeppni að ræða. Fjöldi keppenda í hverju liði má vera á bilinu 3-6 og telja þrír bestu í hvert sinn. Fjögur mót fara fram í sumar og telja þrjú bestu.

Skráning liða er hafin í síma 565-9092 eða á netfangið afgreidsla@oddur.is. Allar upplýsingar um mótaröðina má sjá hér að neðan. Glæsileg verðlaun verða í boði. Við hvetjum kylfinga til að mynda lið og skrá sig til leiks.

 


Powerade-mótaröðin verður á dagskrá á eftirfarandi dögum í sumar:


1. mót – þriðjudaginn 26. maí:
Rástímar frá 15.00-19.00 Skráning opnar 20. maí kl. 12:00
Punktakeppni, þrjú bestu skor telja. 1. sæti: Inneign fyrir sex manns út að borða.
Nándarverðlaun 4 brautir. Lengstu teighögg 2 brautir.


2. mót – mánudaginn  8. júní:
Punktakeppni, þrjú bestu skor telja. 1. sæti: Inneign fyrir sex manns út að borða.
Nándarverðlaun 4 brautir. Lengstu teighögg 2 brautir.
Nýtt: Aukaverðlaun fyrir draumahring liðs. Besta skor á hverri holu liðsins gerir draumahringinn.


3. mót –  miðvikudaginn  1. júlí NÝTT!
Texas scramble, punktar besta pars í liði telur x 3.
1. sæti: Inneign fyrir sex manns út að borða.
Dæmi. Parið fær 40 punkta margfaldað með þremur, liðið fær þá 120 punkta fyrir þetta mót. Forgjöf parsins er lægri forgjöf kylfings.
Ef forgjöf kylfinga er eftirfarandi: Lægri 15 og hærri 26 þá er parið með 15 í grunnforgjöf.
1. sæti: Inneign fyrir sex manns út að borða.
Nándarverðlaun 4 brautir. Lengstu teighögg 2 brautir.


4. mót – laugardaginn 25. júlí:
 Punktakeppni, þrjú bestu skor telja.
1. sæti: Inneign fyrir sex manns út að borða.
Nándarverðlaun 4 brautir. Lengstu teighögg 2 brautir.
Lokamót. Uppskeruhátíð um kvöldið.
Veitt verða verðlaun fyrir 10 efstu sætin fyrir samanlagðann árangangur í liðakeppninni.


Við skráningu þarf að taka fram:

Heiti liðs, nafn fyrirliða ásamt netfangi og símanúmeri.
Fullt nafn og kennitölu keppanda þeirra sem í liðinu eru.
Skráning liða í síma 565-9092 eða á netfang  afgreidsla@oddur.is
Ræst verður út á fyrirfram ákveðnum tímum. Mótsstjórn getur veitt undanþágu með rástíma á öðrum tímum sem miðast við reglugerð þar að lútandi.
Mótsstjórn skipa: Valdimar Júlíusson formaður mótanefndar, Svavar Geir Svavarsson héraðsdómari,  Laufey Sigurðardóttir héraðsdómari, Baldur Hólmsteinsson sérfræðingur og Þórður Ingason alþjóðadómari sem er yfirdómari mótaraðarinnar.

Tökum þátt og eigum skemmtileg sumar saman.
Kv. Mótanefnd.

< Fleiri fréttir