• 1. Object
  • 2. Object

6.1° - SA 1.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Staða mála fyrir lokadag í meistaramóti GO

Það má með sanni segja að Urriðavöllur og veðurguðirnir séu að taka vel á móti kylfingum þessa vikuna og kylfingar hafa tekið því fagnandi. Óvenju margir kylfingar hafa sigrað völlinn síðustu daga og vonandi verður lokadagur mótsins sem flestum hliðhollur og öruggt að sviptingar verða á ýmsum sætum allt fram á síðasta högg mótsins. Við verðum að hrósa kylfingum dagsins fyrir góðan leikhraða á þriðja degi en meðal leiktími var um 4:10 og því ljóst að ábending til kyflinga og staðarregla um að hámarksleiktími væri 4:30 hafi haft góð áhrif.

Í meistaraflokki karla leiðir Rögnvaldur Magnússon mótið með tíu högga forskot á Bjarka Þór Davíðsson.
Í meistaraflokki kvenna er Hrafnhildur Guðjónsdóttir að sigla lygnan sjó enda ein í flokki en hún hefur leikið frábært golf fystu þrjá dagana og sigrar sjálfan sig á hverjum degi og ekki hægt að biðja um meira.
Í 1. flokki karla er Reynir Daníelsson efstur og næstu menn þeir Magnús Páll og Guðjón nokkrum höggum frá honum og hver veit hvað gerist á lokadegi.
Í 1. flokki kvenna leiðir formaður okkar hún Elín Hrönn Ólafsdóttir hópinn en tveimur höggum frá henni er Björg Þórarinsdóttir og svo eru þrjár konur jafnar í þriðja sæti.
Í 2. flokki karla er Auðunn Örn Gylfason efstur og með 8 högga forskot á næsta mann og því ljóst að mikið þarf að breytast svo honum verði velt af stalli.
Í 2. flokki kvenna er mikil barátta og þar stökk Helga Hermannsdóttir upp í efsta sætið fyrir lokadaginn og ljóst að það verður mikil barátta á lokadeginum um efstu þrjú sætin.
Í 3. flokki karla er svo Jón Ævarr Erlingsson fremst í stafni með Einar Sigurðsson og Benedikt Jónsson fast á hæla sér svo ljóst er að þarna verður hörð og spennandi keppni á morgun og nokkrir aðrir gætu laumað sér upp fyrir efstu menn ef það spilast svo.

Fyrstu rástímar hefjast klukkan 8:00 og síðustu flokkar hefja leik um 14:00 á lokadeginum og ættu að vera að detta í hús milli 18:00 – 18:30 og það væri gaman ef einhverjir áhugasamir væru komnir tímalega í lokahófið og myndu þá fá að njóta þeirra glæsilegu tilþrifa sem boðið verður uppá.

< Fleiri fréttir