• 1. Object
  • 2. Object

-2.3° - ASA 0.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Staðan í mánudags-púttmótaröðinni

Það hefur ávallt viðrað vel í púttmótaröðinni þetta árið enda leikið innandyra. Í heild hafa um 40 manns látið sjá sig, allir eru að keppa í einstaklingskeppni þar sem leitast er við að finna púttmeistara GO og nokkur lið skráðu sig í liðakeppni sem haldin er aukalega. Bæði í einstaklingskeppninni og í liðakeppninni telja þrjú mót af sex til stiga og þegar fjórar umferðir eru búnar eru línur kannski ekki alveg farnar að skýrast en nokkrir aðilar hafa átt góða daga en öruggt að keppnin verður spennandi alveg fram á síðasta mót.

Í kvennaflokki leiðir hópinn Guðbjörg Elín Ragnarsdóttir með samtals 57 högg eftir þrjú mót og í karlaflokki er Bragi Bragason efstur með 56 högg sem er eins og stendur líklegasta efnið í púttmeistara GO þetta árið þó margir geti skákað því með góðum mótum á lokasprettinum. Það eru nokkuð margir keppendur með 58 högg eftir þrjú mót og því ljóst að það er stutt á toppinn.

Í einstaklingskeppni kvenna eru efstu konur: Guðbjörg Elín á 57 höggum, Halla Bjarna á 58 höggum, Guðríður Jónsdóttir 58 höggum, Pálína Hauksdóttir 58 höggum.

Í karlaflokki er staðan svona: Bragi Bragason 56 högg, Valdimar Lárus 58 högg, Grétar Ævarsson 58 högg, Sveinn Ingólfsson 58 högg. 

Í liðakeppni leiða þau hjónin Guðbjörg og Bragi en önnur lið fylgja þeim eins og skugginn alveg fram á lokasprettinn ef við þekkjum okkar fólk rétt. Þar eru Guðbjörg og Bragi á 113 höggum, Valdimar og Halla á 116 höggum og Pálína og Grétar á 116 höggum.

Næsta mót er mánudaginn 18. febrúar og lokamótið svo 25. febrúar.

< Fleiri fréttir