• 1. Object
  • 2. Object

8.7° - NNV 3.5 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit í Miðnæturmóti Úrval Útsýn

Það var frábær mæting á Miðnæturmót Úrval Útsýn sem haldið var við flottar aðstæður á Urriðavelli en um 100 keppendur voru skráðir til leiks. Keppt var í punktakeppni og veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Í þriðja sæti varð varð Arnar Unnarsson á 35 punktum, í öðru sæti á 36 punktum eða jafn mörgum punktum og sigurvegarinn var Gunnar Viðar en sigurvegari mótsins var Gunnar Gunnarsson. Veitt voru nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins ásamt því að keppt var við atvinnumanninn og golfstjóra Úrval Útsýn Þórð Rafn Gissurarson á 13. braut í keppninni “beat the pro”. Í keppninni beat the pro var tilgangurinn að vera nær en Þórður Rafn til að komast í pott þar sem dregið var um sigurvegara, það var því vel við hæfi að þá sem dregin var út átti einnig nándarverðlaun á brautinni en sigurvegari í beat the pro var Ingvi Björn Birgisson. Enginn keppandi hlaut sérstök aukaverðlaun á þessari holu fyrir holu í höggi en verðlaunin fyrir það voru glæsileg golfkerra frá JuCad. 

Nándarverðlaun féllu í skaut eftirfarandi kylfinga

4. braut  Baldvin Ómar Magnússon 0,80
8. braut Börkur Geir Þorgeirsson 0,82
13. braut Ingvi Björn Birgisson 0,90
15. braut Björn Maríus Jónasson 1,30

Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir átti lengsta teighögg kvenna á 9. braut og Sigurbjörn Þór Óskarsson lengsta teighögg karla á 14. braut.

Við þökkum keppendum fyrir frábært kvöld og vonumst til að sjá sem flesta aftur á næsta ári og auðvitað allir velkomnir hvenær sem er. Við þökkum Úrval Útsýn fyrir glæsilega umgjörð og það var greinilegt að keppendur kunnu að meta þeirra uppsetningu enda var boðið upp á léttar veitingar á meðan á móti stóð í tjaldi úti á velli og eftir mót ásamt súpu á undan móti. 

 

< Fleiri fréttir