• 1. Object
  • 2. Object

0.8° - SSA 6.2 m/s

585 0050

Book Tee Times

ÚRSLIT OG STAÐA EFTIR 4. MÓT Í LIÐAKEPPNI GO

Það var blíðskaparveður á Urriðavelli þegar 4. umferð var leikin í liðakeppni GO “Powerademótinu” síðastliðinn þriðjudag. Keppni er jöfn og spennandi sem fyrri ár og ljóst að úrslit munu ráðast í lokaumferðinni sem ráðgert er að leika 2. september. Mótanefnd GO er að vinna í því að það mót verði ræst út af öllum teigum og verður það nánar auglýst síðar ef af verður. 

Sigurlið 4. móts Powerademótaraðarinnar var liðið Komáóvart sem lék svo ekki sé vægar til orða tekið en stórkostlegt golf, leikformið var Texas Scramble og sigurskorið 52 högg og þó mörgum finnist það frekar gott skor þá er bara ekkert lát á góðum leikmönnum í Golfklúbbnum Oddi því liðið Hægbreytilegátt nýtti sér góða veðrið og gerði sér lítið fyrir og lék einnig á 52 höggum en varð að láta sér annað sætið duga þar sem lið tvö hjá Komáóvart var með betra seinni liðið. Í þriðja sæti á einungis 55 höggum var svo liðið Vinir Gauja

Staðan að loknum 4. umferðum af 5 er hér í skjalinu fyrir neðan og við hvetjum liðin til vera með í lokaumferðinni og taka þátt í lokahófinu um kvöldið þann 2. september.

Powerade 2017 staða eftir 4 mót

 

< Fleiri fréttir