• 1. Object
  • 2. Object

-1.9° - SA 1.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Úrslit úr Opnunarmóti GO

Opnunarmót GO fór fram á Urriðavelli í dag og þó það hafi blásið hressilega á kylfinga létu um 160 keppendur það litil áhrif hafa á sig.  Keppt var í punktakeppni í flokki karla og kvenna. Í jafnri og spennandi keppni í karlaflokki sigraði Ragnar Gíslason á 34 punktum þar sem þrír voru jafnir í 1 – 3 sæti. Í kvennaflokki var það Etna Sigurðardóttir sem lék best á 33 punktum. Verðlaun í mótinu voru í formi inneignar í golfbúð okkar og verður inneign sett inn á reikning vinningshafa, fyrsta sæti var 20.000 kr., annað sæti 15.000 kr., þriðja sæti 10.000 kr. og nándarverðlaun 7.500 kr. 

Mótið var einnig undankeppni fyrir holukeppni og skráðu um 80 keppendur sig til leiks í holukeppni og fóru 64 áfram í fyrstu umferð og verður það skjal birt við fyrsta tækifæri en 1. umferð á að hefjast mánudaginn 15. maí. 

Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:
Kvennaflokkur:
1. Etna Sigurðardóttir 33 punktar 
2. Unnur helga Kristjánsdóttir 32 punktar
3. Guðbjörg Elín Ragnarsdóttir 31 punktur

Karlaflokkur:
1. Ragnar Gíslason 34 punktar 17 á seinni
2. Páll Kolka Ísberg 34 punktar 16 á seinni
3. Bjarni Jón Jónsson 34 punktar 15 á seinni

Nándarverðlaun:

2. braut: Stefán Eiríksson 1,48 (í öðru höggi)
4. braut: Valgerður Torfadóttir 79 cm
8. braut: Ólafur Sigurðsson 99 cm
13. braut: Þorvaldur Þorsteinsson 6,32
15. braut: Bergþór Njáll Kárason 1,50
16. braut: Benedikt Jónsson 1,22 (í öðru höggi)

Finna má frekari úrslit á golf.is

Urriðavöllur kemur frábærlega undan vetri og spennandi golfsumar í vændum. Með hækkandi hitastigi ætti völlurinn að komast í sitt allra besta ásigkomulag áður en um langt líður.

Baldur var með myndavélina á lofti í dag og náði mörgum skemmtilegum sjónarhornum af kylfingum að berast við völl og vind, myndirnar er hægt að sjá í myndasafni á  facebook síðu okkar, sjá hér

Þökkum kylfingum fyrir þátttökuna og samveruna í dag,
Mótanefnd Golfklúbbsins Odds

< Fleiri fréttir