• 1. Object
  • 2. Object

3° - SA 1.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Við eigum afmæli og því bjóðum við til veislu á frídegi verslunarmanna.

Við áttum afmæli þann 14. júní síðastliðinn og fögnuðum því með léttri veislu þá en nú er komið að því að halda formlega upp á afmælisárið. Næstkomandi mánudag 6. ágúst ætlum við að halda afmælisboð þar sem bæði félagsmönnum er boðið ásamt góðum gestum. Veislan byrjar klukkan 14:00 og að loknum léttum ræðuhöldum bjóðum við upp á léttar veitingar, afmælisköku og kaffi. 

Okkur þætti ánægjulegt ef þú gætir litið við og fagnað deginum með okkur.

F.h. stjórnar og starfsfólks GO

Elín Hrönn Ólafsdóttir, formaður

< Fleiri fréttir