• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Vinkvennamót GO og GK

Vinkvennamót GO og GK

Um er að ræða tveggja daga vinkvennakeppni milli golfklúbba GO og GK. Fyrra mótið er á Urriðavelli þann 4. júní, og hið síðara á Hvaleyrarvelli 11. júní. Aðeins ein skráning er í mótið og gildir hún fyrir báða mótsdagana.  Gert er ráð fyrir að sömu konur spila saman í ráshóp báða dagana.

Ekki er heimilt að fleiri konur en tvær úr sama klúbb skrái sig saman í rástíma og biðjum við konur að virða þá reglu. Nefndirnar áskilja sér til að færa konur til ef fleiri en tvær konur úr hvorum klúbb skrá sig saman á rástíma.

Á Urriðavelli 4. júní greiða GO konur 4000 kr. mótsgjald og Keiliskonur 6000 kr. mótsgjald

Á Hvaleyrarvelli 11. júní greiða GK konur 4000 kr. mótsgjald og Oddskonur 6000 kr. mótsgjald. 

Í mótslok seinni daginn, 11. júní, verður lokahóf í golfskála GK á Hvaleyrarvelli og hvetjum við konur að koma þar saman kl. 19.30 og eiga saman notalega stund.

Til að áætla fjölda í mat eru konur beðnar að svara spurningu við skráningu.

Greiða þarf fyrir matinn í afgreiðslu Hvaleyrarvallar samhliða mótsgjaldi þar.
Hlaðborð með kjúkling og lambalæri
Meðlæti: Sætar kartöflur, brokkolísalat, sumarsalat, steikt grjón með grænmeti og villisveppasósa. Sætir bitar á eftir. Verð: 5000

Áætlað er að verðlaunaafhending verði um kl. 20.30 og einnig verður dregið úr skorkortum þeirra sem verða á staðnum.  

​Verðlaun
Keppt er milli klúbba og vinnur sá klúbbur sem fær flesta samanlagða punkta þessa tvo daga. Miðað er við 10 punktahæstu konur hvorn dag úr hvorum klúbbi.

Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir:
·Þrjú efstu sætin fyrir samanlagða flesta punkta fyrir báða dagana.
·Lægsta samanlagða skor báða dagana.
Ekki er hægt að fá verðlaun bæði fyrir flesta punkta og lægsta skor.

Lengsta teighögg á einni braut á hvorum velli, bolti þarf að enda á á braut (snöggslegnu svæði).

Nándarverðlaun eru á par 3 holum vallanna.
·Á Urriðavelli eru það 4. braut, 8. braut, 13. braut og 15. braut. 
·Á Hvaleyrinni eru það 4. braut, 6. braut, 12. braut og 17. braut.  

ATH boltinn þarf að EKKI að enda inn á flöt svo hann fái mælingu.

Hámarks leikforgjöf er 36.

Kvennanefndir GO og GK.

 

< Fleiri fréttir