• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Við áttum fjóra flotta PGA útskriftarnema sem luku námi í vikunni.

Í gær fór fram útskrift í PGA skólanum á Íslandi þar sem við í Golfklúbbnum Oddi áttum fjóra glæsilega fulltrúa, Hrafnhildi, Auði, Írisi og Arnór sem lagt hafa stund á golfkennaranámið síðustu þrjú ár.
Þau hafa öll komið að okkar íþróttastarfi síðustu ár á einn eða annan hátt.  Við útskriftina flutti Hrafnhildur ávarp nemenda með Birki Þór Baldurssyni sem starfar í dag sem íþróttastjóri á Akranesi en þegar hann hóf námið var hann félagsmaður hér og sinnti kennslu með okkar fólki svo eigum smá hlut í honum og fleiri nemum ef grannt er leitað. 
 
 
 
Hrafnhildur Guðjónsdóttir
sem ráðinn var sem íþróttastjóri 2023 en er nú í barneignarleyfi fram á haustið, lét ekki barnsburð og annað sem því fylgir trufla sig að klára námið
og hún verður væntanlega komin á fullt aftur hér í kennslu með haustinu en lætur að sjálfsögðu sjá sig hér í sumar þegar þörf er á.  
 
Auður Björt Skúladóttir
hefur starfað sem íþróttastjóri í fjarveru Hrafnhildar síðan síðasta haust og áður en það með Hrafnhildi við kennsluna.
Auður hefur samhliða kennslu hér einnig komið sér inn í stjórn PGA á Íslandi.
 
Íris Lorange Káradóttir
kom hingað einnig fyrir um tveimur árum og hefur sinnt bæði íþróttakennslu og einkakennslu hér síðustu tvö ár samhliða öðrum störfum og námi.
Íris tók að sér að leiða inn í íþróttastarfið hér meiri líkamsþjálfun sem hluta af æfingum í barna og unglingastarfinu og hefur sinnt því með Auði síðustu tvö ár.
Íris situr einnig í stjórn PGA á Íslandi.
 
Arnór Snær Guðmundsson
hefur sinnt kennslu í íþróttastarfinu hér ásamt einkakennslu og gert það samhliða annarri vinnu og margir þekkja hann einnig sem einn af kennurum Golfsögu á Costa Ballena sem er svæði sem eflaust margir félagar í GO þekkja vel.
 
Öll hafa þau svo einnig sinnt ýmsum verkefnum og námskeiðum með Golfakademíu Odds sem Rögnvaldur Magnússon og Phill Hunter hafa stýrt hér í meira en áratug svo það er vissulega mikill auður hér í golfkennurum sem vonandi nýtist vel á næstu árum í stækkandi unglingastarfi og stækkandi golfklúbbi ef allt nær fram að ganga sem unnið er að þessi misserin.     
 
Þetta er í sjötta sinn sem PGA á Íslandi útskrifar PGA golfkennara á Íslandi en félagið hefur alfarið séð um menntun golfkennara á Íslandi frá árinu 2006. Alls útskrifuðust 42 nýir golfkennarar 17. júní og óskum við þeim innilega til hamingju!
 
 
Við erum virkilega stolt af okkar nýju PGA kennurum sem útskrifuðust í gær úr PGA skólanum við hátíðlega athöfn og óskum þeim innilega til hamingju og velfarnaðar í sínum störfum í framtíðinni.
< Fleiri fréttir