4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Björg Þórarinsdóttir var fulltrúi GO landsliði LEK á ESLGA

Það er gaman frá því að segja að við áttum fulltrúa í landsliði LEK sem lék á Evrópumóti Landsliða (ESLGA) sem fram fór í Portúgal í síðustu viku. Ísland átti þar tvö lið, annars vegar lið sem lék á MARISA SGARAVATTI TROPHY – leikið á Praia D’ Rey og Masters Team Championship – sem leikið var á West Cliffs þar sem Björg Þórarinsdóttir var einn af liðsmönnum liðs Íslands. 

Fyrst er leikinn höggleikur sem raðar liðum í riðla þar sem svo er keppt er um sæti, lið Íslands á Masters Team Championship hafnaði í 10. sæti í höggleik, þar sem Björg lék á 96 höggum á fyrri hring og taldi í liði Íslands og á seinni hring lék hún á 105 höggum og hennar skor taldi ekki þann dag..  

Niðurstaða úr höggleiks keppni var að lið Íslands hafnaði í 10. sæti og fór því í holukeppnisriðil C með Finnlandi, Portúgal og Noregi, þar sem leikið erum 9 – 12. sæti. Eftir hörkuframmistöðu á móti Noregi og sigur í þeim leik var ljóst að lið Íslands myndi leika um 9. sæti og andstæðingurinn þar lið Portúgal. Sá leikur var spennandi langt fram á síðustu holur en lið Portúgal hafði sigur 2 -1 og því niðurstaðan í ár að lið Íslands í Masters Team Championship hafnaði í 10. sæti. 

 

Lið Íslands í MARISA SGARAVATTI TROPHY – sem leikið var á Praia D’ Rey hafnaði í 12. sæti í höggleik og lék því einnig í riðli C um 9 – 12. sæti og mætti Þjóðverjum í fyrri leik riðilsins og hafði öruggan sigur 3,5 vinningur gegn 1,5 og lék því um 9. sæti við lið Hollands sem tapaðist 3/2 og því niðurstaðan einnig 10. sæti.

 

Lið Íslands í Masters Team Championship frá vinstri Guðrún Garðars, Ágústa Jónsdóttir, Elísabet Böðvarsdóttir, Björg Þórarinsdóttir og Þyrí Valdimarsdóttir. 

Lið Íslands í MARISA SGARAVATTI TROPHY frá vinstri María Málfríður Guðnadóttir, Elsa Nielsen,, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir og Kristín Sigurbergsdóttir.  

 

 

 

< Fleiri fréttir