4.1° - A 11 m/s

585 0050

Book Tee Times

Stuttar fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Golfklúbbsins Odds fór fram í golfskálanum á Urriðavelli laugardaginn 6. desember og mættir voru 111 fundargestir skv. skráningu við inngang.

Fundarstjóri var Haukur Örn Birgisson og fundarritari Svavar Geir Svavarsson.

Formaður GO, Kári Sölmundarson, gerði grein fyrir skýrslu stjórnar. Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri, kynnti ársreikning félagsins og Jón S Garðarsson fór yfir fjárhagsáætlun komandi starfsárs.

 

Kári Sölmundarson var einn í kjöri í formannsembætti og var sjálfkjörinn til síns sjöunda starfsárs.

Sitjandi stjórnarmenn í aðalstjórn, kosin á aðalfundi 2024 voru þær Berglind Rut Hilmarsdóttir og Giovanna Steinvör Cuda.

Kosið var um tvö sæti til tveggja ára í aðalstjórn á aðalfundi, fimm framboð bárust, Árni Traustason, Hákon Jónsson, Jón S Garðarsson, Páll Kolka Ísberg og Páll Þórir Pálsson voru í framboði. 

Greidd voru 109 atkvæði af 111.
Atkvæði féllu þannig

Árni Traustason – 15

Hákon Jónsson – 36

Jón Garðarsson -76

Páll Kolka Ísberg – 44

Páll Þórir Pálsson – 47

Jón S Garðarsson og Páll Þórir Pálsson eru því réttkjörnir í stjórn.

Til varastjórnar voru þrjú framboð, Ágúst Valgeirsson, Árni Traustason og Guðrún Símonardóttir buðu sig fram.

Greidd voru 108 atkvæði af 111

Ágúst Valgeirsson – 78

Árni Traustason – 46

Guðrún Símonardóttir – 89

Ágúst Valgeirsson og Guðrún Símonardóttir eru því réttkjörin í stjórn. 

Stjórn GO er því fullskipuð og óbreytt milli ára. 

Meðan kosning fór fram kynnti Kári formaður fyrirhugaða stækkun Urriðvallar og sýndi Masterplan drög vallarhönnuða og vakti það mikla lukku að fá að líta dýrðina augum og frekari kynning mun fara fram á nýju ári. 

Fjárhagsáætlun 2026 var samþykkt og eftirfarandi árgjöld lögð á fyrir komandi tímabil.

FÉLAGSGJÖLD 2026

Félagsmenn 26 – 68 ára kr. 195.000
Félagsmenn 69 – 80 ára kr. 172.00
Félagsmenn 18 – 25 ára kr. 112.000
Félagsmenn 81 ára og eldri kr. 82.000
Börn og unglingar 13 – 17 ára kr. 82.000*
Börn 12 ára og yngri kr. 62.000*
*systkinaafsláttur – viðbótarárgjald systkina er 20.000 kr á hvert barn 17 ára og yngri. Miðað er við aldur elsta barns sem grunngjald. 

Inngöngugjald 2026: 45.000 kr. 
Biðlistagjald 2026: 4000 kr. 
*Af þeirri greiðslu munu kr. 3.000,- dragast frá inntökugjaldi þegar viðkomandi fær aðild, en kr. 1.000,- telst umsýslugjald. Greiði einstaklingur biðlistagjald í tvö ár, munu samtals kr. 6.000,- dragast frá inntökugjaldi, og svo framvegis

Biðgjald 2026: 25.000 kr. 

FÉLAGSGJÖLD 2026 – LJÚFLINGSAÐILD

Félagsmenn 26 – 68 ára kr. 76.000*
Félagsmenn 69 ára og eldri kr. 61.000*
Félagsmenn 18 – 25 ára kr. 39.000*
Félagsmenn börn, 17 ára og yngri kr. 25.000
*10 körfu boltakort fylgir aðild 18 ára og eldri. 

Hægt er að horfa á aðalfundinn hér sem var í beinu streymi á facebook. 

< Fleiri fréttir