09/12/2025

Á biðlistanum eru nú 1.523 einstaklingar, og elstu umsóknirnar dagsettar 17. júlí 2022. Við teljum þó líklegt að hluti þeirra sem skráðir eru á biðlistanum hafi gengið í aðra klúbba og hyggist því ekki taka aðild í GO þegar að því kemur. ATH að þeir aðilar á biðlista sem staðráðnir eru í að ganga í Ljúflingsaðild geta gengið frá því með skráningu í ABLER kerfinu og þeir þurfa einnig áfram að greiða biðlistagjald hyggist þeir óska eftir inngöngu síðar í fulla aðild.
Til að ná betri yfirsýn og stýra biðlistanum á skilvirkari hátt hefur verið ákveðið að innleiða árlegt biðlistagjald að fjárhæð kr. 4.000,-
Af þeirri greiðslu munu kr. 3.000,- dragast frá inntökugjaldi þegar viðkomandi fær aðild, en kr. 1.000,- telst umsýslugjald.
Greiði einstaklingur biðlistagjald í tvö ár, munu samtals kr. 6.000,- dragast frá inntökugjaldi, og svo framvegis.
Við teljum að þessi breyting muni leiða til fækkunar á biðlistanum og tryggja að hann endurspegli raunverulegan áhuga á aðild.
Bankakrafa, að viðbættu seðilgjaldi kr. 390, verður stofnuð á alla sem skráðir eru á biðlistann næstkomandi föstudag, með eindaga 5. janúar. Þeir sem ekki greiða fyrir þann tíma detta af biðlistanum.
Hægt er að greiða kr. 4.000,- beint inn á reikning klúbbsins og komast hjá seðilgjaldi.
Kt. 611293-2599 / 0133-26-212
Ef einhverjir óska eftir að afskrá sig af biðlistanum, er hægt að senda tölvupóst á oddur@oddur.is eða nýta Abler-appið, þar sem finna má flokkinn „Biðlisti Urriðavöllur“ og afskrá sig þaðan.