16/01/2026

Félagsferð GO til Gloria Golf Resort í Belek, seldist upp á mettíma í hádeginu í dag, einhverjir bókunarörðugleikar voru í ferlinu og því tókst ekki öllum að klára bókun sem er miður. Opið er fyrir skráningu á biðlista og það þarf að senda upplýsingar á golf@vita.is, nafn, netfang og símanúmer og vona að það rætist úr framboði eða hellist úr lestinni.
BÓKUNARNÚMER 1795
BÓKUNARHLEKKUR: https://www.icelandair.com/is-is/flug/hopabokun/stadfesta-og-greida/
EINUNGIS 60 SÆTI Í BOÐI SVO FYRSTUR BÓKAR – FYRSTUR FÆRAkstur milli flugvallar og hótels
Íslensk fararstjórn Icelandair VITA Peter Salmon Golf
*Auka 9 holur á Verde vellinum kosta ekkert aukalega. Ekki er hægt að bóka aukagolf fyrirfram, eingöngu eftir fyrstu 18 holur dagsins. Golfbíll kostar 30 evrur í aukagolfi.
*Aukagjald er á a la Carte veitingarstöðum um 20-30 evrur á mann
Flogið er í beinu leiguflugi með Icelandair til Antalya í Tyrklandi.
| Dagur | Flugnúmer | Brottför | Tími | Koma | Tími |
| 20. okt | FI1504 | Keflavík | 07:20 | Antalya | 17:00 |
| 29. okt | FI1505 | Antalya | 12:00 | Keflavík | 15:25 |
Á Gloria svæðinu eru 2 x 18 holur golfvellir – Old course og New course. Einnig er annar 9 holu völlur í fullri lengd – Verde Course. Semsagt 45 holu golfsvæði á sama stað sem gerir Gloria að eina svæðinu í Belek sem býður uppá svo margar golfholur. Gamli völlurinn á Gloria Golf Resort opnaði í september 1997 og er hannaður af franska golfvallahönnuðinum Michel Gayon. Þetta er einn elsti tyrkneski golfvöllurinn og er í miklu uppáhaldi hjá þúsundum kylfinga og margir koma aftur árlega. Völlunum þremur er haldið í háum gæðaflokki og eru með þeim bestu á svæðinu. Gloria Golf Resort státar af stórkostlegu klúbbhúsi, mjög góðri æfingaaðstöðu meðal annars 48 básar með Trackman tækni. Það er ókeypis skutla til Gloria golfklúbbsins í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð.
https://www.gloria.com.tr/en/experiences/golf/
Golfbílar eru innifaldir í pakkanum 8 x 18 holur.
Rástímar eru eftirfarandi 8 x 18 holur og skiptist hópurinn á að spila Old course og New course alla spiladaga. 23. okt eru spilaðar 9 holur á Verde vellinum og seinni 9 á New course. Við minnum á að dagsbirta í Belek á þessum árstíma er til kl 18:00:
21.10 > 08:03-09:06 New & 08:03-09:06 Old
22.10 > 08:03-09:06 New & 08:03-09:06 Old
23.10 > 11:21-13:27 Verde & 13:36 – 15:42 New
24.10 > 08:03-09:06 New & 08:03-09:06 Old
25.10 > 08:03-09:06 New & 08:03-09:06 Old
26.10 > 08:03-09:06 New & 08:03-09:06 Old
27.10 > 08:03-09:06 New & 08:03-09:06 Old
28.10 > 08:03-09:06 New & 08:03-09:06 Old
26. Okt – verður boðið verður uppá síðegis skoðunarferð um Antalya. Eftir golfið munum við keyra til Antalya meðfram Lara ströndinni og fyrst heimsækja Düden fossinn. Síðan ökum við inn í borgina, njótum útsýnisins yfir Konyaalti ströndina úr vestri og keyrum svo aftur í miðbæinn. Við munum heimsækja gömlu borgina, sögulega og menningarlega staði. Svo er farið aftur á hótelið. Skoðunarferðin tekur í heildina 4-5 tíma og kostar 50 evrur á menn með Þjórfé, greitt með seðlum úti.
Á hótelinu eru herbergin öll nútímaleg, rúmgóð og vel búin. Í aðalbyggingunni eru 180 tveggja manna herbergi og 113 svefnherbergi í frönskum stíl. Það eru alls 293 standard herbergi með svölum og verönd. Herbergin eru öll vel búin, beinar símalínur, sjónvarp/gervihnattakerfi, LCD sjónvarp, loftkæling, herbergisþjónusta, WIFI internet. Öll herbergi okkar eru í aðalbyggingu sem var endurnýjað haustið 2024.
Gloria Golf Resort býður upp á frábæra valkosti af veitingarstöðum og börum í
glæsilegum umhverfi. Valkostirnir henta örugglega öllum sem dvelja á Gloria þar sem valið er allt frá ítölskum mat, Ottoman matargerð, hlaðborðum og tyrkneskum
matseðlum. Það eru líka fullt af börum á svæðinu fyrir þá sem vilja slakandi drykk. Á svæðinu eru um 10 veitingarstaðir, kaffihús, barir og bakarí. ATH allur matur á
hlaðborðum er innifalinn ásamt drykkjum. Aukakostaður er á a la Carte stöðum og dýrari vínum s.s. gömlu vískí eða eldra rauðvíni.
https://www.gloria.com.tr/en/hotels/gloria-golf-resort/gastronomy/
Það er framúrskarandi heilsulind á Gloria Golf Resort sem heitir La Source SPA &
Wellness sem býður upp á afslappandi umhverfi með sex nuddherbergjum og úrvali af íburðarmiklum meðferðum. Þetta er hið fullkomna umhverfi til að slaka á og dekra við sjálfan þig. https://www.gloria.com.tr/en/experiences/spa/
Auk heilsulindarinnar eru fjölmargar sundlaugar og önnur frábær afþreying fyrir virkari gesti. Meðal annars inniheldur Gloria líkamsræktarsvítu, fótboltaaðstöðu, vatnsíþróttir, tennis og fullt af annarri afþreyingu.
Gloria Golf Resort er fullkomlega staðsett nálægt ströndinni og við golfvellina þrjá. Stutt er í miðbæ Belek eða um 10 mín í leigubíl. Gloria Golf Resort er aðeins um 45 mín akstur frá Antalya alþjóðaflugvellinum.