23/01/2026

Síðastliðinn þriðjudag hófst púttmótaröð kvenna á púttvellinum í Íþróttamiðstöð GKG þar sem konurnar í GO hittast og það var hátt spennustigið ekki einungis vegna góðrar samkeppni, heldur lék Íslenska landsliðið á sama tíma háspennuleik við lið Ungverja á Evrópumótinu í handbolta og stemmingin var góð í salnum enda leikurinn sýndur á sama tíma.
Lokaniðurstaða fyrsta púttkvöldsins af átta varð sú að Jónína Hallgrímsdóttir er í fyrsta sæti, hún lék á aðeins 23 höggum. María Jónsdóttir er í öðru sæti, fór völlinn á 25 höggum. Guðný Fanney Friðriksdóttir, Sigrún Waage, Unnur Bergþórsdóttir komu svo skammt á eftir en þær fóru allar á 26 höggum.