-0.1° - NV 0 m/s

585 0050

Book Tee Times

Happdrætti Barna og unglingastarfs

Börn og unglingar í GO voru að hefja sölu á happdrættismiðum til styrktar æfingaferðar í apríl til Costa Ballena á Spáni. Til að aðstoða þau við söfnunina þá hvetjum við félagsmenn til að kaupa miða helst beint af krökkunum ef þið sjáið einhvern auglýsa en að sjálfsögðu er einnig hægt að kaupa miða í gegnum skrifstofu GO sem fer þá í þeirra sameiginlega sjóð. 

Miðaverð er 2.500 kr.

 

Hægt er að senda tölvupóst á skrifstofa@oddur.is með ósk um ákveðinn miðafjölda, leggja skal miðaverð inn á reikning GO, miðaverð 2.500 kr. 
Reikningsnúmer GO: 0133-26-212, kt. 611293-2599
Miðar verða merktir kaupanda og velkomið að nálgast þá við tækifæri á skrifstofu GO en að sjálfsögðu sendum við viðkomandi kaupanda númer miða í tölvupósti.

Frábærir vinningar og aðeins dregið úr seldum miðum. 
Andvirði vinninga er 1.908.000
Dregið verður þriðjudaginn 10. febrúar 2026

 

VINNINGASKRÁ HAPPDRÆTTI 2026
< Fleiri fréttir