• 1. Object
  • 2. Object

9° - SA 7 m/sek

585 0050

Aðalfundur GO 2019

Aðalfundur Golfklúbbsins Odds verður haldinn í golfskálanum í Urriðavatnsdölum 
þriðjudaginn 3. desember kl. 20:00.

Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á fundinn. Hægt er að fá upplýsingar um starfandi nefndir og ef félagsmenn hafa áhuga á að starfa með okkur munum við að sjálfsögðu fagna því. Auglýst er eftir framboðum í stjórn og hægt að kynna sér það í annari frétt á síðunni en umsóknarfrestur er til 19. nóvember.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru.
Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt.
Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
Kosning þriggja manna í kjörnefnd.
Önnur málefni ef einhver eru.
 
Félagsmenn eru hvattir til að mæta,
Stjórn Golfklúbbsins Odds.

< Fleiri fréttir