Kæru félagar, nú styttist í aðalfund Golfklúbbsins Odds sem áætlað er að haldinn verði í golfskálanum í Urriðavatnsdölum laugardaginn 6. desember kl. 11:00.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
- Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
- Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
- Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
- Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru.
- Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
- Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt.
- Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
- Kosning 3ja manna í kjörnefnd.
- Önnur málefni ef einhver eru.
Stjórn Golfklúbbsins Odds