• 1. Object
  • 2. Object

0.6° - ASA 0.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Æfingaferð barna- og unglingastarfs 2024

Æfingaferð Odds 18 ára og yngri var farin dagana 2.-9.apríl. Farið var til Costa Ballena á Spáni.

60 manns fóru í ferðina, 26 iðkendur, foreldrar og þjálfarar. Iðkendurnir okkar voru flestir undir 12 ára og voru klúbbnum til mikils sóma.

Í þjálfarateymi Odds voru Hrafnhildur, Auður Björt og Íris Lorange og sáu þær um skipulagningu á æfingum og leik á golfvelli alla dagana.

Leiknar voru 9-27 holur á dag auk þess sem æfingar voru fyrir og/eða eftir golfhringi.

Frábært veður var á svæðinu og allir með bros á vör.

Haldin var spurningakeppni og bingó fyrir krakkana á kvöldin og foreldrarnir sáu um að allt fór vel fram. Æfingastarfi Keilis var boðið að vera með á viðburðunum og tókst það með eindæmum vel.

ODDUR OPEN

Oddur Open var haldið síðastliðinn sunnudag þar sem 13 holl voru ræst út af öllum teigum í 9 holu mót. Þá léku tveir iðkendur ásamt foreldra/foreldrum saman í holli í Texas Scramble fyrirkomulagi. Mótið gekk frábærlega og frábær spilamennska í kaupbæti.

Verðlaunaafhending fór fram seinna um kvöldið og verðlaunað fyrir góðan árangur í mótinu, kveðjustund og einnig verðlaunað fyrir HOLUR Í HÖGGI í ferðinni, í ferðinni var ekki einn heldur tveir úr okkar hóp sem fóru holu í höggi.

Fanney Björk (foreldri) -sló draumahöggið sitt með 9 járni á 25.holunni á aðalvellinum.

Eiríkur Bogi (9.ára iðkandi) -sló draumahöggið á 2.holu á par 3 vellinum með hybrid.

< Fleiri fréttir