
18/07/2025
Nýlega hafa orðið tvö alvarleg atvik þar sem golfboltar lentu í vélum vallarstarfsmanna við uppsetningu vallar snemma morguns. Einnig hafa kylfingar slegið yfir starfsmenn sem voru að störfum. Slík hegðun er óásættanleg og við verðum að bregðast við af festu.
Vallarstarfsmenn hafa ávallt forgang á vellinum!
Það er stranglega bannað að slá bolta í átt að fólki – hvort sem um er að ræða starfsmenn eða aðra kylfinga. Vallarstarfsmenn mæta um kl. 05:00 til að undirbúa völlinn fyrir fyrsta skráða rástíma kl. 07:00. Ef kylfingar sem mæta fyrir þann tíma virða ekki reglurnar, gæti þurft að endurskoða heimildir til leiks fyrir kl. 07:00.
Hvernig á að haga sér þegar vallarstarfsmenn eru að störfum:
Öryggi og virðing eru grundvöllur góðrar golfupplifunar. Við treystum á samvinnu allra kylfinga til að tryggja öruggt og ánægjulegt umhverfi fyrir alla á vellinum.
Til viðbótar er svo smá athguasemd frá vallarstjóra varðandi leik sumra þeirra sem eru að spila snemma, að við óskum eftir því að kylfingar séu ekki að leika fleiri en einum golfbolta nema eðlileg orsök höggs valdi því að leika þurfi varabolta. Starfsmenn hafa horft upp á að kylfingur sé að leika 2-3 boltum á hverri braut eins og að um æfingu væri að ræða og það mesta sem sést hefur eru 6 boltar í leik.
Haraldur V Haraldsson
framkvæmdastjóri GO