• 1. Object
  • 2. Object

3.7° - 5.7 m/s

585 0050

Book Tee Times

Breytinga að vænta á komandi sumri á veitingaaðilum á Urriðavelli.

Samkomulag hefur verið gert við Lux veitingar um að endurnýja ekki samning um veitingasölu á Urriðavelli eftir þrjú spennandi og skemmtileg ár.  Viktor Örn og Hinrik Örn hafa áveðið að setja fókus sinn á aðrar rekstrareiningar sínar, en þeir hafa rekið Lux veitingar og Sælkerabúðina með myndarbrag síðustu ár en bæði þau fyrirtæki hafa vaxið gífurlega á síðustu árum og gengið vel. Óskum við félagar í Golfklúbbnum Oddi þeim og þeirra starfsfólki alls hins besta og þökkum fyrir samveruna og samstarfið. Lux veitingar munu klára þær veislur sem bókaðar hafa verið í vetur en þeir sem hafa áhuga á að forvitnast um leigu á salnum geta beint þeim fyrirspurnum að skrifstofu GO á netfangið skrifstofa@oddur.is  

Hefst nú leit okkar að nýju veitingafólki.  Munum við halda félagsmönnum upplýstum þegar eitthvað gerist í þeim efnum.    

 

< Fleiri fréttir