• 1. Object
  • 2. Object

1.3° - ANA 1.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Barna- og unglinganámskeið 2016

Golfklúbburinn Oddur mun standa fyrir barna- og unglinganámskeiðum sumarið 2016. Vakin er sérstök athylgi á því að allir þeir sem skráðir eru á námskeiðin fá að auki Ljúflingsaðild í sumar og verða félagar í Golfklúbbnum Oddi. Sérstakur afsláttur er veittur fyrir foreldra, afa og ömmur í Golfklúbbnum Oddi fyrir börn og barnabörn. Námskeiðin sem verða í boði eru eftirfarandi:

Golfleikjanámskeið fyrir 6 – 12 ára
Verð 12.000
Námskeiðin eru 5 daga námskeið og eru mánudaga til föstudaga. Föstudagar eru spiladagar á Ljúflingi og verður alltaf starfsmaður frá golfklúbbnum börnunum til aðstoðar.

Farið er í grunnatriðin í gegnum leiki og þrautir.
Hinn vinsæli SNAG-búnaður og SNAG-kennslufræðin eru notuð á námskeiðinu.
PGA golfkennarar og SNAG-leiðbeinendur klúbbsins kenna á námskeiðinu.

Námskeið 1.  6. – 10. júní. Kl. 9.00 – 12.00
Námskeið 2.  13. – 17. júní. Kl. 9.00 – 12.00
Námskeið 3.  20. –  24.  júní. Kl. 9.00 – 12.00

Skráning fer fram með því að fylla út neðangreint form: