10.7° - VSV 1 m/s

585 0050

Book Tee Times

FRÁ VALLARSTJÓRA

Flatir Urriðavallar:
Snemma í vor sáum við að nokkrar flatir vallarins væru ekki að koma vel undan vetri, spretta var lítil og ljóst að bregðast þyrfti við með hraði. Sáning hófst um leið og hægt var að fara með vélar inn á flatir og nú þegar völlurinn er að opna höfum við sáð þrisvar í þær. Magnið sem sáð hefur verið samsvarar því sem við notum venjulega á einu sumri. Flatir vallarins hafa tekið einstaklega vel við sáningu síðustu vikur og góð spretta sjáanleg á þeim öllum.

 

Margar flatir eru verulega veikburða og þola illa það gífurlega álag sem við þekkjum hér eftir opnun og því verðum við að bregðast við næstu vikurnar með lokunum á nokkrum flötum. Lokun mun aðallega ná til flata á seinni hluta vallarins. Brautir 10, 11, 13, 14, 16 og 18 munu því að mestu verða leiknar á vetrarflatir næstu vikur og líklega lokun við 15. holu tímabundið þar sem erfitt er að koma fyrir vetrarflöt þar. Ástandið á fyrri 9 holum vallarins verður svo metið reglulega og ef álag verður of míkið á þeim hluta gæti komið til lokana á einstaka flötum þar. 

Teigar Urriðvallar:
Flest allir teigar eru í góðu standi. VIð munum hvíla fremsta teig á 2. braut fyrstu vikurnar og því verður teigur 46 staðsettur fremst á teig 49. 
Við erum í framkvæmdum á fremstu teigum á holu 16 þar sem við erum að endurbyggja teigastæði fyrir teiga 46 og 49. Þeir teigar verða því á efsta palli fyrir framan teig 54.  
Á 17. holu er verið að vinna í fremstu teigum og pallur með gervigrasi er staðsettur um 30 metrum fyrir framan teigana eins og félagsmenn þekkja frá því í  fyrra. 

Brautir Urriðavallar:   
Allar brautir Urriðavallar komu vel undan vetri, lítil frostlyfiting var og grjóthreinsun í brautum gekk vel í vor.
Golfbílar verða leyfðir frá opnun. 

Takmörkun á aðgengi:
Til að minnka álag á völlinn, ætlum við að loka fyrir rástíma fyrir klukkan 9:00 á morgnana. Umferð af 10. teig án rástíma er ekki leyfð, reynum að takmarka umferð þar eins og frekast er kostur og við þurfum ykkar aðstoð við að hlífa þeim flötum eins og hægt er og það gerist best með því að lítil umferð verði um þann hluta og okkar aðgerðir með notkun vetrarflata hjálpa svo vonandi til einnig. 

Við munum uppfæra félagsmenn um stöðu mála vikulega og við höldum í vonina að veðurguðirnir verði okkur áfram hliðhollir eins og síðustu daga. 

Kær kveðja,
Tryggvi Ölver og staffið. 

< Fleiri fréttir