• 1. Object
  • 2. Object

11.6° - NNV 6.2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Framkvæmdir á Urriðavelli í vetur

Í vetur hafa vallarstarfsmenn verið að undirbúa gerð nýrra framteiga á 14 braut.  Ástæðan fyrir framkvæmdunum er tvíþætt.  Brautin þykir vera í lengsta lagi fyrir þá félaga sem eru að spila á teigum 49 og 46 auk þess sem byggðin er komin hættulega nálægt okkur og umferð um flóttamannaleið alltaf að aukast.  Er það von okkar að nýir teigar dragi úr þeirri hættu að kylfingar séu að slá í hús og bíla.  Við gerum ráð fyrir að klára þessa teiga í vor og ganga frá þeim þannig í sumar að þeir verði tilbúnir til leiks sumarið 2022.

Einnig mun nú á næstu 2 mánuðum verða keyrt efni úr Urriðaholti á svæðið fyrir neðan 13. braut þ.e.a.s milli hennar og flóttamannaleiðar. Má segja að þessi framkvæmd sé upphafið að stækkun vallarins í 27 holur þó endanleg teikning af fyrirhugaðri stækkun sé ekki tilbúin. Í þeim drögum sem við höfum undir höndum er gert ráð fyrir að á þessu svæði verði ný par 3 braut sem mun liggja niður brekkuna í átt að Urriðavatni og stutt par 4 braut til baka sem leikin verður svo upp brekkuna og sem endar á núverandi 13 flöt.  Við erum að vonast eftir að geta sýnt félagsmönnum tillögu að stækkun vallarins á þessu ári svo við getum látið okkur fara að hlakka til.  Endanleg tillaga byggir á því að landeigandi ljúki skipulagsvinnu á svæðinu.

Þrátt fyrir allar þessar framkvæmdir verður golfleikur óbreyttur frá því sem verið hefur á komandi sumri.

< Fleiri fréttir