• 1. Object
  • 2. Object

1.4° - SSA 2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Fréttir af stöðu mála

Kæru félagsmenn. 

Þá er kominn 16. maí og við sjáum enn lítið af vorinu. Flatirnar á Urriðavelli eru samt hægt og bítandi að taka við sér.  Við sjáum þó ekki enn til lands og það er alveg orðið ljóst að Urriðavöllur er ekki að fara að opna um næstu helgi eins við vonuðumst eftir.
 
Völlurinn lítur þó fjarska fallega út, brautir og teigar í þokkalegu standi en flatirnar eru eins og áður sagði enn ekki farnar að taka almennilega við sér.  Við erum með gróðurdúka yfir öllum flötum og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma gróanda af stað. Það eina sem við stjórnum ekki er veðrið og vonumst við eftir að það fari að hlýna svo eitthvað fari nú að gerast. 

Þegar þetta er ritað er veðurspáin ekki glæsileg næstu vikuna, líklega rigning nánast alla daga og hiti tiltölulega lágur.  Við tökum stöðuna á hverjum degi en við búumst við að Urriðavöllur opni ekki fyrr en um aðra helgi, vonandi þó fyrr. 
 

LJÚFLINGUR OPNAR FIMMTUDAGINN 18. MAÍ
Við stefnum á að opna Ljúfling fimmtudaginn 18.maí klukkan 10:00 og því má formlega segja að golfsumarið sé að hefjast hér. Golfskálinn, afgreiðsla og veitingasala verður opin og við auglýsum það sérstaklega hvernig því verður háttað varðandi opnunartíma og hvað verður í boði.  

Allar æfingaflatir verða ennþá lokaðar.

Æfingasvæðið okkar Lærlingur er að sjálfsögðu opið.

Við hvetjum félagsmenn svo til að sækja þá vinavelli sem hafa opnað og hægt að kynna sér það á heimasíðu okkar

< Fleiri fréttir