• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

GO stelpur Íslandsmeistarar 12 ára og yngri

Krakkar úr æfingastarfi Golfklúbbsins Odds stóðu sig afburðar vel á Íslandsmóti Golfklúbba 12 ára og yngri sem leikið var um nýliðna helgi þar sem stelpulið GO kom heim með Íslandsmeistara titil.

Mótið var leikið á þremur dögum og á þremur golfvöllum, GR,GM og GKG. Krakkarnir hófu leik á Korpunni hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og leikið var Landið. Á degi tvö mættu krakkarnir í Bakkakot hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og lokadagurinn fór fram á Mýrinni hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og þar fór einnig fram lokahóf og verðlaunaafhending í hveri deild. Alls tóku 26 lið frá 10 golfklúbbum þátt og um 130 krakkar.

Keppt er í nokkrum deildum og börnunum skipt niður eftir getu. Raðað er í deildir eftir forgjöf, meðaltal 4ra leikmanna hvers liðs fundið út og jafnað í styrkleika í deildunum. Deildirnar eru Hvítur, Gulur, Blár, Rauður, Grænn og Grár.

Hvíta og Gula deildin kepptu um Íslandsmeistaratitil en keppt var í fyrsta skipti um titil í  Gulu deildinni sem var bara skipuð stelpuliðum.

Við sendum þrjú lið til leiks og uppskárum Íslandsmeistaratitil í Gulu deildinni eftir hörku lokaleik á móti Mosó en fyrir leikinn áttu stelpurnar okkar í stúlknadeildinni hálft stig á Mosó en þær höfðu unnið báða leikina hingað til en Mosó unnið einn og jafnað einn.  Eftir 6 holur voru stelpurnar komnar með 3 flögg og því öruggt að þær væru búnar að vinna. Þær gáfu ekkert eftir og unnu leikinn með 4 flöggum og tryggðu því Íslandsmeistaratitil Golfklúbba 12 ára og yngri í stúlknaflokki. Innilega til hamingju.

Önnur lið GO voru einnig í hörkubaráttu um verðlaunasæti í sínum deildum, lið GO í bláu deildinni var í baráttu um þriðja sætið og lið GO í grænu deildinni í baráttu um fyrsta sætið.

Bláadeildin

Síðasti leikurinn í þessari deild var á móti Golfklúbbi Mosfellsbæjar en mikil spenna var í þessum leik þar sem leikið var um 3 sætið. Spennan hélst fram á síðustu holu þar sem allt gat gerst og síðustu tvö flöggin mikilvæg til að skera um hvort liðið tæki leikinn. Okkar drengir gerðu sér lítið fyrir og enduðu að taka samtals 4 flögg og tryggja sér þannig þriðja sætið í deildinni. Vel gert.

Grænadeildin

Hér var lokaleikurinn á móti Golfklúbbi Sauðárkróks. Mikil spenna var í leiknum en bæði lið voru hnífjöfn fyrir leikinn, bæði búin að vinna tvo leiki og bæði komin með 11 flögg. Allt fram á síðustu holu var hörð barátta um síðastu flaggin en krakkarnir frá Sauðakróki náðu að tryggja sér síðustu tvö flöggin og sigur í deildinni og því varð niðurstaðan 2. Sætið hjá okkar stúlkum sem sjálfar verulega ánægðar með annað sætið og við svo sannarlega líka.

Allir krakkarnir stóðu sig svo ótrúlega vel og ekki bara að spila golf heldur að vera sem eitt lið. Tala saman og vinna saman. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað keppendur náðu að hjálpa hvort öðru og læra af hvort öðru. Þau voru til fyrirmyndar. Ótrúlega gaman að sjá hvernig afrakstur síðustu tveggja ára er að skila sér í flottum og sterkum einstaklingum sem við erum yfir okkur stolt af.

Við þjálfararnir erum að springa úr stolti af þessum krökkum.

Liðin okkar voru svona skipuð.

 

Guladeildin

Emilía Sif Ingvarsdóttir

Ásta Sigríður Egilsdóttir

Katrín Emilía Ingvarsdóttir

Edda Friðriksdóttir

Bláa deildin

Bjarki Már Karlsson

Garðar Ágúst Jónsson

Eyþór Kári Stefánsson

Þröstur Orri Pétursson

Ingvar Ingvarsson

Dagur Einir Guðlaugsson

Græna deildin

Ásdís Emma Egilsdóttir

Margrét Birta Snorradóttir

Hekla Ólafsdóttir

Alexandra Fenger

Thelma Clausen Halldórsdóttir

Karólína Helga Kjartansdóttir

< Fleiri fréttir