• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Gönguhópur Golfklúbbsins Odds

Í janúar 2019 var stofnaður gönguhópur Golfklúbbsins Odds. Gönguhópnum er ætlað að vera vettvangur fyrir áhugasama félagsmenn og gesti til að hittast reglulega og ganga um svæðið og næsta nágrenni þegar golftímabilinu er lokið og fram að upphafi þess næsta. Hópurinn hefur verið óvirkur síðustu tvo vetur en áhugasömum göngugörpum sem sjá fyrir sér að vilja leiða hópinn um völlinn og næsta nágrenni er velkomið að hafa samband við skrifstofu GO og það væri frábært að virkja þennan félagsskap til göngu að nýju. 

Við erum með hópsíðu á facebook Facebooksíða Gönguhóps GO

Myndir frá fyrstu göngu hópsins þann 13. janúar 2019 hér fyrir neðan, þar sem 45 manns mættu og almenn ánægja var með gönguna.