• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Gróðurdagur GO og GOF

Hinn árlegi Gróðurdagur fer fram á miðvikudaginn 30. maí næstkomandi. Félagar eru hvattir til að fjölmenna þar sem margar hendur vinna létt verk en við verðum að vinna á milli kl. 17:00 – 19:00. Mæting er við golfskálann kl. 17:00 og fer gróðursetning aðallega fram við Ljúfling og í kringum 7. braut á Urriðavelli ásamt tilfallandi vinnu í beðum og við hreinsun.

Félagar eru hvattir til að mæta með skóflur og fötur. 

Athugið að ákveðin svæði verða lokuð á meðan á vinnu stendur til að tryggja öryggi þeirra sem eru við gróðursetningu og á það bæði við um Ljúfling og Urriðavöll. Kylfingar eru beðnir um að virða það og þá sleppa viðkomandi braut ef þess er óskað. 

Að lokinni vinnu verður boðið upp á grillaðar pylsur ásamt því að þátttakendur geta skráð sig í gróðurdagsmót sér að kostnaðarlausu. Golfmótið verður sunnudaginn 3. júní og allar upplýsingar um rástíma og skráningu verða veittar í afgreiðslu Urriðavallar á gróðurdaginn. 

< Fleiri fréttir