• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Guðbjörg fór holu í höggi á 8. braut

Guðbjörg Gísladóttir, félagi í GO, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 8. braut Urriðavallar í dag. Guðbjörg sló draumahöggið með 9-járni. Boltinn lenti fremst á flötinni og rúllaði svo líklega um 30 metra í vinstri sveig og í miðja holu.

Guðbjörg var að leika ásamt eiginmanni sínum Sigurði Sigurðssyni, Guðrúnu Ernu Guðmundsdóttur og Gunnari Hanssyni. Guðbjörg var raunar heppin að sjá boltann fara niður í holu fyrir ás en hún leit undan eftir að hafa slegið þetta frábæra högg. Eiginmaðurinn kallaði á hana þegar boltinn var að nálgast holu sem fór svo niður.

„Ég trúði þessu varla. Ég var handviss um að boltinn hefði einfaldlega laumað sér framhjá holunni og útaf flötinni,“ sagði Guðbjörg að loknum frábærum golfhring.

Guðbjörg og Sigurður hafa verið félagar í Golfklúbbnum Oddi frá árinu 1992. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðbjörg fer holu í höggi en Sigurður hefur farið holu í höggi á 13. og 15. braut Urriðavallar.

Til hamingju með þetta frábæra afrek Guðbjörg!

20150811_155411_resized_1

Guðbjörg og Sigurður hafa verið í GO frá árinu 1992.

20150811_155319_resized_1

< Fleiri fréttir