4° - SA 4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Haustverkin hafin á Urriðavelli

Vallarstjóri hefur hafið undirbúning að lokun Urriðavallar og helstu atriðin sem snúa að félagsmönnum eru að salernum úti á velli er lokað, áfram hægt að koma við í skála á opnunartíma skrifstofu hið minnsta sem er 9 – 16 og við reynum að halda úti þjónustu í afgreiðslu flesta daga til 18/19:00 allt eftir veðri og vindum.

Vallarstjóri er langt komin með götun eða Vertidrain á flötun og hafa starfsmenn fært holur af flötum inn á vetrarflöt fyrir framan flatir meðan unnið er á flötinni svo notum nú aðeins orðið flatir í þessari setningu. Gera má ráð fyrir að þessi vinna hafi töluverð áhrif á rúll bolta á flötum næstu daga en völlurinn er vel leikhæfur. Við gerum okkur vonir um að þessari vinnu verði lokið miðvikudaginn 2. október. Aðrar framkvæmdir og lokanir verða tilkynntar á facebook síðu GO og í tölvupósti ef með þarf. 

Við gerum ráð fyrir að halda Urriðavelli opnun fram í miðjan mánuðinn ef veður leyfir, vinnudagsetning er 15. október en það getur sveiflast í +/- 5 daga í hvora átt allt eftir veðri. 

Golfbílar hafa verið bannaðir það sem eftir lifir golftímabils, það á þá við um bílana okkar sem eru í útleigu og aðra bíla félagsmanna og gesta. 

 

< Fleiri fréttir