• 1. Object
  • 2. Object

-2.3° - ASA 0.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Hi-five taka forystuna í Powerade-mótaröðinni

Lið Hi-five er komið í forystu á Powerade-mótaröðinni eftir frábæra frammistöðu í þriðja móti sumarsins sem fram fór í gær við frábærar aðstæður á Urriðavelli. Lið Hi-five skilaði best inn skori upp á 55 högg nettó eða 16 höggum undir pari Urriðavallar.

Pinnarnir urðu í öðru sæti á 57 höggum og fyrirsæturnar í þriðja sæti á 58 höggum. Alls skiluðu 24 lið inn skori í gær af 26.

Baráttan um sigurinn á mótaröðinni verður hörð en Hi-five er nú komið í forystu með 3075 stig að loknum þremur mótum. Bestu þrjú mótin telja og er lið Hi-five í góðri stöðu, nokkrum stigum á undan DoubleD Lakkalakk sem kemur í öðru sæti með 3015 stig. Popparar eru svo í þriðja sæti með  2700 stig.

Nándarverðlaun í þriðja móti Powerade-mótaraðarinnar:
4. braut – Pálína Hauksdóttir – 1,61 m
8. braut – Bragi Bragason – 0,97 m
13. braut – Guðmundur Ragnarsson – 1,51 m
15. braut – Hrafnhildur Guðjónsdóttir – 1,48 m

Öll verðlaun verða veitt í lokahófi mótaraðarinnar í september.

Staða og úrslit í Powerade-mótaröðinni 2016

Screen Shot 2016-08-02 at 16.34.18

< Fleiri fréttir