• 1. Object
  • 2. Object

0° - N 0 m/s

585 0050

Book Tee Times

Hvers vegna lítur sjöunda flötin svona út?

Pistill frá vallarstjóra.

 

Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvers vegna flatirnar á brautum 6, 7, og 8 líta öðruvísi út en flestar aðrar flatir vallarsins. Ástæðan er sú að í þessum flötum hefur grastegund, sem kallast varparsveifsgras, tekið sér bólfestu. Þessi grastegund á auðvelt með að koma inn í svæði þar sem aðrar grastegundir eiga undir högg að sækja. Þetta á við um boltaför, álagssvæði o.s.frv.

 

Þessi grastegund er einær sem þýðir að hún klárar lífsferilinn á einu ári. Það er lítið rótarkerfi í þessari grastegund. Á sjöundu flöt er þetta afleiðing frá slæmum vetri og sumri 2014 og því átti varparsveifgrasið auðveldara með að komast inn í flötina en ella.

 

Fyrir kylfinga hefur þetta helst áhrif á fegurð flatanna og þessi grastegund er aðeins grófari og getur því haft áhrif púttin. Besta leiðin til að sporna við varparsveifsgrasi er að skapa aðstæður þar sem æskilegri grastegundir þrífist. Leiðir líkt og tappagötun, sáning og söndun eru færar en skila þó aðeins takmörkuðum árangri í baráttunni við varparsveifsgras.

 

Ástæðan fyrir því að varparsveifsgrastegundin er svo áberandi nú og raun ber vitni er sú að um þessar mundir er að hún er í fræmyndun. Við vallarstarfsmenn munum reyna af bestu getu að stemma stigu við þessa grastegund. Sú leið sem mun skila bestum árangri til lengri tíma er að skapa aðstæður þar sem túnvinglull og lingresi ná yfirhöndinni gegn varparsveifsgrasinu. Fyrir nokkrum árum var 11. flötin undirlögð í varparsveifsgrasi en með markvissri vinnu tókst okkur að snúa því við.

20150702_113356_resized

Rekstur golfvallar á Íslandi er eilíf barátta og vinna okkar verður ekki síst erfið þegar veðurfar er óhagstætt í lengri tíma yfir sumar og vetur. Við erum mjög bjartsýn á að okkur takist að snúa þessu ferli við. Sem dæmi kemur sjötta flöt mun betur út í ár en á síðasta ári. Í okkar starfi horfum við á viðhald golfvallarins til lengri tíma og það eru engar skyndilausnir. Við horfum til þess að reyna að halda úti betri velli ár frá ári. Félagsmenn geta hjálpað til við í baráttunni með að vera sérstaklega duglegir við að laga boltaför á þessum flötum og jafnframt virða lokuð svæði í kringum flatir. Með samstilltu átaki má gott bæta.

Tryggvi Ölver Gunnarsson,
vallarstjóri Urriðavallar

20150702_113351_resized

< Fleiri fréttir