• 1. Object
  • 2. Object

1.4° - SSA 2 m/s

585 0050

Book Tee Times

EGA Forgjafakerfið hætti í lok árs 2019

Hér gefur að líta yfirlit ef eldra forgjafakerfi sem hætti í lok árs 2019.

Grundvallarhugtök

Hvað er EGA forgjafarkerfið og EGA forgjöf ?
EGA stendur fyrir Golfsamband Evrópu (European Golf Association).
Árið 2000 voru teknar upp samræmdar forgjafarreglur í Evrópu, sem Ísland er aðili að (EGA forgjafarkerfið). Forgjöf skv. þessu kerfi kallast EGA forgjöf. 

Hvað eru Stableford punktar og hvernig eru þeir reiknaðir út?
Samkvæmt EGA forgjafarkerfinu er forgjöf miðuð við punktafjölda en ekki heildar höggafjölda. Hver hola er reiknuð fyrir sig. Illa leikin braut gefur því í versta falli engan punkt, óháð því hvort hún var leikin á segjum 9 höggum eða 15 höggum ! Eftir gamla kerfinu gat ein slík hola eyðilagt allan hringinn.

Til forgjafarreiknings verður að breyta skorinu á hverri braut í Stableford punkta miðað við fulla EGA leikforgjöf. Punktar fást þannig miðað við nettóskor á hverri holu, þ.e. brúttóskorið að frádreginni forgjöf fyrir viðkomandi holu:

Nettó Skorpuntkar

2 högg fleiri eða hætt við holuna = 0
1 högg yfir pari = 1
Par = 2
1 högg undir pari = 3
2 högg undir pari = 4 … o.s.frv.

Nýtt forgjafarkerfi tók gildi frá 1. janúar 2016 og gildir næstu fjögur ár eða til ársins 2019

Markmið forgjafarnefndar Evrópska golfsambandsins var að einfalda kerfið fyrir hinum almenna kylfingi. Golfsamböndum er gefið meira svigrúm til að gera breytingar á kerfinu til að auka ánægju af golfleik og mæta hinum margvíslegu þörfum kylfinga. Lykilatriði kerfisins eru í meginatriðum óbreytt.

Hver er munur á grunnforgjöf og leikforgjöf? 
Grunnforgjöf er sú forgjöf, sem skráð er í forgjafarskírteinið og er óháð þeim velli, sem leikið er á hverju sinni. Grunnforgjöfin er gefin upp með 1 aukastaf (t.d. 9,3). EGA-leikforgjöf er sú forgjöf sem leikmaður fær við leik á ákveðnum teigum leikins vallar. Leikforgjöf er gefin upp sem heil tala (t.d. 11).

Hvernig reikna ég út leikforgjöf út frá grunnforgjöfinni?
Ekki þarf að framkvæma neina flókna útreikninga. Í öllum golfskálum á að vera forgjafartafla fyrir viðkomandi völl, sem sýnir hvernig leikforgjöf er fundin út frá grunnforgjöfinni. Fyrst er að ákveða af hvaða teig á að spila loks að finna línuna, sem passar við grunnforgjöfina. Þá má lesa beint hver leikforgjöfin er.

Hvernig fæ ég mína fyrstu grunnforgjöf?
Skila þarf inn minnst einu skori.

Hver er hæsta mögulega grunnforgjöf?
Hæsta upphafs grunnforgjöf karl og kvenkylfinga verður er nú 54 

Hver er hæsta mögulega leikforgjöf ?
Í raun og veru eru engin ákveðin takmörk fyrir því. Það fer eftir því hvað völlurinn er erfiður. Sjá forgjafartöflu í viðkomandi golfskála (golfklúbb). 

Hitt er svo annað mál að í móti getur mótshaldari ákveðið að hæsta forgjöf, sem menn fá í mótinu, sé einhver tiltekin tala, t.d. 24. 

Hin raunverulega leikforgjöf er hins vegar alltaf notuð í sambandi við útreikning á því, hvort maður hækki eða lækki í grunnforgjöf. Í slíku móti þarf því að reikna Stableford punkta á tvennan hátt:

a) til að reikna út árangur í mótinu (hámarksforgjöf mótsins notuð þótt leikforgjöf sé hærri) 
b) til að reikna út hækkun eða lækkun forgjafar (rétt leikforgjöf notuð)

Getur forgjöf, sem ég fæ í opnu móti, verið lægri en leikforgjöfin mín?
Já. Mótshaldarar geta ákveðið hámarks-leikforgjöf að vild, t.d. 26. Þá fá þeir, sem eru með hærri leikforgjöf en 26, aðeins 26 í forgjöf. Þetta á þó aðeins við í sambandi við að ákveða úrslitin í mótinu, en EKKI í sambandi við útreikninga á því, hvort forgjöf hækki eða lækki. Þar gildir full leikforgjöf !

Nýr forgjafarflokkur
Nýr forgjafarflokkur tók gildi 1. Janúar 2016, forgjafarflokkur 6 (forgjöf 37 – 54)

Hækkun forgjafar
Breyting frá fyrri reglu er sú að engin hækkun er í forgjafarflokki 5.  Niðurstaðan er sú að engin hækkun er í forgjafarflokkum 5 og 6 (frá forgjöf 26.5 upp í 54)

Hvað eru forgjafarflokkar og gilda mismunandi reglur fyrir hina ýmsu flokka?
Svar: Forgjafarflokkarnir eru 6 (flokkar 1 til 6) Mismunandi reglur gilda um hina ýmsu forgjafarflokka sbr. töfluna hér að neðan:(miðað er við grunnforgjöf, ekki leikforgjöf)

a)     gráa svæðið er mis stórt
b)     hækkun forgjafar fyrir hvern hring er mismunandi
c)     lækkun forgjafar fyrir hvern punkt umfram 36 er mismunandi
d)     9 holu skor leyft til forgjafar í forgjafarflokki  2 (frá forgjöf 4.5 upp í 54)
e)     ekki má nota æfingahringi til forgjafar í flokki nr. 1

Hvernig reikna ég Stableford punkta fyrir 9 holu hring?
Svar: Þú reiknar punktana á venjulegan hátt fyrir 9 holurnar og bætir síðan 18 punktum við.

Flokkur nr. Grunnforgjöf frá Grunnforgjöf til Gráa svæðið Hækkun forgjafar pr. hring Lækkun forgjafar pr. punkt umfram 36
1  >0 4,4 35-36 0,1 0,1
2 4,5 11,4 34-36 0,1 0,2
3 11,5 18,4 33-36 0,1 0,3
4 18,5 26,4 32-36 0,1 0,4
5 26,5 36  31-36 0 0,5
6 37 54  31-36 0 0,5

 

Hvað er “gráa svæðið”? 

Ef leikið er nákvæmlega á eigin forgjöf fær maður 36 punkta. Fyrir hvern punkt umfram 36 lækkar forgjöfin, mismikið eftir því í hvaða forgjafarflokki maður er í. Maður hækkar hins vegar ekki alltaf í forgjöf, þótt maður sé rétt undir 36 punktum. Kerfið hefur ákveðið “grátt svæði”, sem felur í sér að ef maður er á gráa svæðinu, hækkar maður ekki í forgjöf. Gráa svæðið er misstórt eftir forgjafarflokkum og er sýnt í töflunni hér fyrir ofan.

Hvað er klúbbforgjöf?
Klúbbar geta gefið út eigin forgjöf fyrir þá félaga, sem ekki hafa enn náð að komast niður í hæstu leyfilegu EGA forgjöf. Hæsta klúbbforgjöf gæti verið 54 (3 högg í forgjöf á hverri holu) eða jafnvel 72 (4 högg á hverri holu ! Klúbbunum er algerlega í sjálfsvald sett, hvort þeir gefi félögum sínum klúbbforgjöf eða ekki. Forgjafarkerfi GSÍ á golf.is heldur ekki utan um klúbbforgjöf.

Er hægt að vera með hærri grunnforgjöf en 54?
Nei, ekki ef spurt er um EGA grunnforgjöf. Hins vegar geta klúbbarnir ákveðið að gefa út svokallaða klúbbforgjöf, sem gildir yfirleitt aðeins á eigin velli. Engin takmörk eru á því hve klúbbforgjöf getur verið há, en reikna má með að flestir klúbbar setji hámark við 54 (3 högg á hverja holu) eða 72 (4 högg á hverja holu).

*  Stjörnumerkt forgjöf
Stjörnumerkt forgjöf fellur niður í mótum

CBA – Reiknuð leiðrétting gráa svæðisins
CBA leiðrétting fellur niður í