• 1. Object
  • 2. Object

2.6° - NA 6.2 m/s

585 0050

Book Tee Times

Lið DD Lakkalakk er sigurvegari í COLLAB liðakeppni GO árið 2022

Eftir hörkuspennandi 6 móta mótaröð í sumar lauk COLLAB liðakeppni GO með stórskemmtilegu lokamóti sem haldið var í algjörri rjómablíðu á Urriðavelli síðasta laugardag. Í mótinu eru leikin ýmis afbrigði af golfleik allt frá hefðbundinni punktakeppni, greensome, texas scramble og betri bolta þar sem tveir bestu leikmenn í hverju liði krækja í stig fyrir sitt lið og í lokamótinu er spilað 2-6 manna betri bolti þar sem allir leikmenn liðs sem mæta til leiks geta lagt inn í punktasöfnun fyrir lið sitt með því að eiga besta skor liðs á holu. Úrslit lokamótsins eru falin og liðsmenn fá ekki að spila með neinum af sínum liðsfélögum og þannig reynum við að halda spennunni allt fram að verðlaunaafhendingu sem fram fór í glæsilegu lokahófi.

Í ár var það lið DD Lakkalakk sem bar sigur úr býtum eftir hörkuspennandi keppni þar sem mörg lið áttu góða möguleika að færa sig upp töfluna í lokamótinu ef einhver lið fyrir ofan næðu ekki að bæta samanlagt skor sitt en fjögur mót af sex telja til heildarstiga. Í liði DD eru þau Sólveig Guðmundsdóttir, Etna Sigurðardóttir, Jóhann Helgi Ólafsson, Ólafur Víðir Ólafsson, Jón Ævarr Erlingsson og Svavar Geir Svavarsson.

Metþátttaka var í mótinu í ár en alls skráðu sig 38 lið til leiks, af þeim voru um 30 virk þ.e. spiluðu þrjú mót eða fleiri. Vinningar í þessu móti okkar voru afar glæsilegir og mikið af frábærum fyrirtækjum sem styðja okkur sem er gífulega mikilvægt og við kunnum vel að meta þeirra stuðning. Verðmæti vinninga klífur upp í 3.500.000 þegar allt er talið og 18 efstu liðin fengu vinning í ár í lokahófi ásamt því að enginn veislugestur fór tómhentur heim og svo var bætt í skorkortaútdrátt til að gera kvöldið enn skemmtilegra fyrir suma.

Við þökkum öllum liðum innilega fyrir þátttökuna í ár og óskum DD Lakkalakk innilega til hamingju. Það er við hæfi að nefna helstu styrktaraðilana í ár: Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Húsgagnahöllin, Leonard, Héðinn Restaurant, Blue Lagoon, Hótel Hamar, Ecco, Örninn golfverslun, Gleðipinnar, American Bar, PLT, Garri, Iðnmark, Forever.is, Sport & Grill, Everest, Nói Siríus, 66° Norður, Te & Kaffi, Jómfrúin og Myndform. Eflaust gleymum við einhverjum en hann er örugglega ekki minna mikilvægur en aðrir og því ítrekum við þakkir til allra styrktaraðila.

Stærri myndabanki frá mótinu kemur fljótlega en hér fylgja nokkrar.

Liðsmenn DD Lakkalakk Jón Ævarr Erlingsson, Svavar Geir Svavarsson, Etna Sigurðardóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og Jóhann Helgi Ólafsson. Á myndina vantar Ólaf Víði ÓIafsson sem var við keppni erlendis….
Collab-motarodin-2022-LOKASTADA

< Fleiri fréttir